Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja þrengja réttinn til að rjúfa þungun vegna fósturgalla – Bjarni greiddi atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi

Bjarni Bene­dikts­son og sjö aðr­ir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins greiddu at­kvæði gegn frum­varpi Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra um þung­un­ar­rof. Frum­varp­ið var sam­þykkt með 40 at­kvæð­um gegn 18.

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja þrengja réttinn til að rjúfa þungun vegna fósturgalla – Bjarni greiddi atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með breytingartillögu Páls Magnússonar um að rétturinn til þungunarrofs miði við 20 vikur í stað 22 vikna. 

Þetta eru þeir Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Haraldur Benediktsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Páll Magnússon. 

Með tillögunni var lagt til að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof vegna vansköpunar, erfðagalla eða sköddunar fósturs yrði skertur um tvær vikur frá því sem nú er. Hins vegar hefði breytingin rýmkað réttinn til þungunarrofs af félagslegum ástæðum um fjórar vikur. 

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn stjórnarfrumvarpinu í heild, meðal annars formaðurinn Bjarni Benediktsson og Birgir Ármannsson þingflokksformaður. 

Breytingartillagan hefði skert rétt kvenna

Tillaga Páls Magnússonar um 20 vikna vikufjölda var tilraun til að miðla málum og koma til móts við gagnrýnisraddir. Sigurlaug Benediktsdóttir fæðingalæknir gagnrýndi tillöguna harðlega í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Stundarinnar. 

„Í dag býðst verðandi mæðrum fósturgreining í 19. eða 20. viku. Ef grunur vaknar um fósturgalla, þá getur það tekið 1–2 vikur að gera endurteknar skoðanir og rannsóknir þar til niðurstaða liggur fyrir og konan stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hún kýs að halda áfram meðgöngunni eða rjúfa hana,“ sagði hún. 

Á undanförnum árum hafa á bilinu 7 til 10 konur á ári rofið þungun eftir að gallar greindust við 20 vikna fósturgreiningu.

„Það er ekki hægt að þvinga konur til að ákveða undir eins hvort þær vilji gangast undir þungunarrof eftir fósturgreininguna, svo væntanlega þyrfti að flýta skoðuninni, láta hana fara fram í 17. eða 18. viku. Fyrir vikið yrði greiningin ekki nærri jafn nákvæm og hún er í dag. Mér sýnist þetta ekki vera hugsað til enda. Að færa mörkin niður í 20 vikur væri að skerða rétt þess hóps kvenna, hvers fóstur er með alvarlegan fósturgalla. Það væri sömuleiðis mun lakari þjónusta fyrir þann stóra hóp kvenna sem óskar eftir fósturgreiningu, að framkvæma skoðunina í viku 17–18. Þetta væri mikil afturför og skerðing á gæðum þjónustunnar.“

Afgerandi stuðningur frá Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn

Frumvarpið um þungunarrof var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18.

Eins og sjá má hér að ofan studdi stór hluti stjórnarandstöðunnar frumvarpið, meðal annars allir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar.

Þá greiddu allir þingmenn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins atkvæði með því en minnihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Hópur fólks mætti á þingpalla og fagnaði eftir að atkvæðagreiðslunni lauk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár