Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja þrengja réttinn til að rjúfa þungun vegna fósturgalla – Bjarni greiddi atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi

Bjarni Bene­dikts­son og sjö aðr­ir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins greiddu at­kvæði gegn frum­varpi Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra um þung­un­ar­rof. Frum­varp­ið var sam­þykkt með 40 at­kvæð­um gegn 18.

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja þrengja réttinn til að rjúfa þungun vegna fósturgalla – Bjarni greiddi atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með breytingartillögu Páls Magnússonar um að rétturinn til þungunarrofs miði við 20 vikur í stað 22 vikna. 

Þetta eru þeir Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Haraldur Benediktsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Páll Magnússon. 

Með tillögunni var lagt til að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof vegna vansköpunar, erfðagalla eða sköddunar fósturs yrði skertur um tvær vikur frá því sem nú er. Hins vegar hefði breytingin rýmkað réttinn til þungunarrofs af félagslegum ástæðum um fjórar vikur. 

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn stjórnarfrumvarpinu í heild, meðal annars formaðurinn Bjarni Benediktsson og Birgir Ármannsson þingflokksformaður. 

Breytingartillagan hefði skert rétt kvenna

Tillaga Páls Magnússonar um 20 vikna vikufjölda var tilraun til að miðla málum og koma til móts við gagnrýnisraddir. Sigurlaug Benediktsdóttir fæðingalæknir gagnrýndi tillöguna harðlega í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Stundarinnar. 

„Í dag býðst verðandi mæðrum fósturgreining í 19. eða 20. viku. Ef grunur vaknar um fósturgalla, þá getur það tekið 1–2 vikur að gera endurteknar skoðanir og rannsóknir þar til niðurstaða liggur fyrir og konan stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hún kýs að halda áfram meðgöngunni eða rjúfa hana,“ sagði hún. 

Á undanförnum árum hafa á bilinu 7 til 10 konur á ári rofið þungun eftir að gallar greindust við 20 vikna fósturgreiningu.

„Það er ekki hægt að þvinga konur til að ákveða undir eins hvort þær vilji gangast undir þungunarrof eftir fósturgreininguna, svo væntanlega þyrfti að flýta skoðuninni, láta hana fara fram í 17. eða 18. viku. Fyrir vikið yrði greiningin ekki nærri jafn nákvæm og hún er í dag. Mér sýnist þetta ekki vera hugsað til enda. Að færa mörkin niður í 20 vikur væri að skerða rétt þess hóps kvenna, hvers fóstur er með alvarlegan fósturgalla. Það væri sömuleiðis mun lakari þjónusta fyrir þann stóra hóp kvenna sem óskar eftir fósturgreiningu, að framkvæma skoðunina í viku 17–18. Þetta væri mikil afturför og skerðing á gæðum þjónustunnar.“

Afgerandi stuðningur frá Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn

Frumvarpið um þungunarrof var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18.

Eins og sjá má hér að ofan studdi stór hluti stjórnarandstöðunnar frumvarpið, meðal annars allir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar.

Þá greiddu allir þingmenn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins atkvæði með því en minnihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Hópur fólks mætti á þingpalla og fagnaði eftir að atkvæðagreiðslunni lauk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár