Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Bæti­efni hafa lík­lega aldrei not­ið eins mik­illa vin­sælda og akkúrat núna. Auk bæti­efna í töflu- og duft­formi er próteindrykki, próteinstykki og hið sí­vin­sæla Nocco að finna í nær hverri mat­vöru­versl­un.

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Þrátt fyrir vinsældirnar er þekkingin á ágætum þeirra sem viðbót við annars hollt mataræði enn nokkuð takmörkuð. Nýlegar niðurstöður rannsóknar á músum bendir til þess að mikil inntaka á svokölluðum BCAA amínósýrum geti í raun valdið meiri skaða en ávinningi.

Meginniðurstaða rannsóknarinnar, sem framkvæmd var af rannsóknarhópi við Sydney-háskóla, var sú að inntaka á of miklu próteini geti leitt til neikvæðra áhrifa á borð við þyngdaraukningu, neikvæðra áhrifa á lund og jafnvel stytt líf viðkomandi.

Lífsnauðsynlegar amínósýrur

Amínósýrur eru byggingarefni próteina og eru þær sem mannslíkaminn nýtir 20 talsins. Af þeim eru níu sem lífsnauðsynlegt er að við fáum úr fæðunni okkar. Ef við fáum nægilega mikið af þeim getur líkaminn sjálfur framleitt hinar 11.

Mörg bætiefni innihalda BCAA eða greinóttar amínósýrur (e. branched chain amino acids). BCAA amínósýrurnar eru þrjár lífsnauðsynlegar amínósýrur: leucine, isoleucine og valine. BCAA amínósýrur er meðal annars að finna í rauðu kjöti, linsubaunum, hnetum, fiski, kjúklingi og eggjum. Þær einkennast af því að þær eru brotnar niður í vöðvum ólíkt hinum sex nauðsynlegu amínósýrunum sem brotnar eru niður í lifrinni.

Flest próteinbætiefni innihalda BCAA amínósýrur en algengt er að þeir sem stunda líkamsrækt taki auk þess inn BCAA til viðbótar við það. Með snjallri markaðssetningu hefur BCAA ekki síður notið vinsælda meðal þeirra sem ekki endilega stunda mikla líkamsrækt heldur heillast af góðu bragði, fallegum umbúðum og koffíninnihaldi drykkja á borð við Nocco og Amino Energy.

„Inntaka á of miklu próteini geti leitt til neikvæðra áhrifa á borð við þyngdaraukningu, neikvæðra áhrifa á lund og jafnvel stytt líf viðkomandi“

Áhrif á mýs könnuð

Í rannsókninni sem um ræðir voru áhrif BCAA amínósýra og annarra lífsnauðsynlegra amínósýra á mýs könnuð. Músunum var ýmist gefinn hefðbundinn skammtur af BCAA amínósýrum, tvöfaldur skammtur, hálfur skammtur eða einn fimmti skammtur af því sem telst eðlileg BCAA inntaka.

Þær mýs sem fengu tvöfaldan skammt af BCAA reyndust í kjölfarið éta marktækt meira en aðrar mýs í rannsókninni. Þessi hegðun leiddi til ofþyngdar og styttri ævi samanborið við aðra hópa í rannsókninni.

Ástæðan fyrir þessu var rakin til þess að aukið magn á BCAA amínósýrum keppti við flutning á annarri amínósýru, tryptophani, til heilans. Tryptophan er eini undanfarinn fyrir hormónið serótónín. Serótónin er meðal annars vel þekkt vegna áhrifa þess á lund fólks og er gjarnan kallað hamingjuhormónið. Í músunum í rannsókninni leiddu lægri gildi af serótóníni í heilanum til þess að líkaminn fékk merki um að það að innbyrða meiri fæðu með fyrrgreindum afleiðingum.

Áhrif á mannfólk

Mýs og menn er augljóslega um margt ólíkar dýrategundir svo ljóst er að erfitt er að draga ályktanir um það hvort það nákvæmlega sama sé upp á teningnum þegar við mannfólkið tökum inn ofgnótt af BCAA amínósýrum.

Niðurstöðurnar minna okkur þó á það hversu mikilvægt það getur verið að huga að jafnvægi í mataræði okkar. Bætiefnin sem slík eru ekki endilega slæm fyrir heilsuna. Þessar niðurstöður ítreka fremur mikilvægi þess að ekki sé lögð of mikil áhersla á eina gerð próteingjafa. Fremur sé lykilatriði að gæta að því að valdir séu fjölbreyttir orkugjafar af prótein, fitu og kolvetnum til að koma í veg fyrir ójafnvægi í inntöku á næringarefnum.

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í tímaritinu Nature Metabolism.

Ítarefni:

https://www.sciencealert.com/overdoing-protein-supplements-for-fitness-could-be-harmfull

https://www.nature.com/articles/s42255-019-0059-2

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár