Benjamin Netanyahu lýsti yfir sigri í kosningum til ísraelska þingsins, eða Knesset, nú á dögunum. Likud, flokkur Netanyahu, tryggði sér 35 af 120 sætum til þingsins en það mun teljast til besta árangurs flokksins undir stjórn Netanyahu. Helsti andstæðingur Netanyahu, Benny Gantz, fyrrum hershöfðingi, sem fór fyrir Bláa og hvíta flokknum, tryggði sér 34 sæti. Netanyahu er þó talinn líklegastur til að mynda ríkisstjórn þar í landi og þar með tryggja sér sæti forsætisráðherra fimmta kjörtímabilið í röð en þá mun Netanyahu taka fram úr David Ben-Gurion, landsföðurnum, sem sá forsætisráðherra sem hefur hvað lengst setið við völd í Ísrael.
Kosningar áttu að fara fram næsta haust en Netanyahu flýtti þeim og af góðri ástæðu. Til stendur að kæra hann fyrir spillingu en hann vildi með öllu móti reyna að koma í veg fyrir að upp kæmist um ákærurnar sem gæti haft í för með …
Athugasemdir