Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

Um­ræða fer nú fram í sænsk­um fjöl­miðl­um um hvernig eigi að hreinsa haf­svæði við aust­ur­strönd lands­ins eft­ir 20 ár af sjóa­kvía­eldi sem nú hef­ur ver­ið bann­að. Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki seg­ir kostn­að við hreins­un­ina geta num­ið rúm­lega 1800 millj­ón­um króna.

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
Óljóst hvað verður um úrganginn Ekki er ljóst hvor hafsvæðið við Höga Kusten í Eystrasaltinu, þar sem sjókvíaeldi hefur verið stundað í 20 ár, verður hreinsað eða ekki. Myndin sýnir eitt kvíastæði af þremur þar sem sjóakvíaeldi hefur verið bannað.

Kostnaður við að þrífa hafsbotninn eftir 20 ár af sjókvíaeldi úti fyrir austurströnd Svíþjóðar getur numið rúmlega 1800 milljónum króna. Sjókvíaeldi á regnbogasilungi á svæðinu, úti fyrir Höga Kusten í Eystrasaltinu, var bannað vegna umhverfisáhrifa þess með fjórum dómum í Svíþjóð árið 2017. Um þetta er fjallað í sænskum fjölmiðlum en eldisfyrirtækið sem á umræddar sjókvíar í Mjältösundet, Öberget og Omnefjärden í Höga Kusten á að fjarlægja kvíarnar á næsta ári. 

Þá vakna spurningar um hvernig eigi að skilja við hafsvæðið þar sem kvíarnar hafa verið á liðnum áratugum. Fiskeldisfyrirtækið sem á og rekur kvíarnar, Nordic Trout AB, fékk því ráðgjafarfyrirtæki sem heitir Sweco til að áætla mögulegan kostnað við að hreinsa upp saur, fóðurleifarnar og önnur efni undan sjókvíunum sem fyrirtækið þarf að fjarlægja. Því er um að ræða vinnu ráðgjafarfyrirtækis fyrir hagsmunaaðila í málinu. 

Niðurstaða ráðgjafarfyrirtækisins er hins vegar á þá leið að kostnaðurinn við að hreinsa hafsbotninn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár