Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eliza Reid forsetafrú segir sjálfsagt að sýna íslömskum vinum samstöðu

El­iza Reid for­setafrú heim­sótti mosk­una í Reykja­vík á dög­un­um til að flytja ávarp um fram­lag inn­flytj­enda til Ís­lands.

Eliza Reid forsetafrú segir sjálfsagt að sýna íslömskum vinum samstöðu

Eliza Reid forsetafrú heimsótti moskuna í Reykjavík 23.mars síðastliðinn og segir sjálfsagt að sýna íslömskum vinum okkar samstöðu og stuðning.

Eliza fékk boð um að heimsækja moskuna í Reykjavík, nokkrum vikum fyrir hryðjuverkaárásirnar í Christchurch á Nýja Sjálandi. Að því leyti er tímasetning heimsóknarinnar tilviljun en í samtali við Stundina segir hún það sjálfsagt að sýna stuðning þegar ódæði á borð við þetta eru unnin. Eliza segir vart þurfa að taka fram að allir sem á móti henni tóku hafi verið afar vingjarnlegir og gestrisnir. Hún segir að stöðu sinni sem forsetafrú vegna reyni hún að verða við óskum þeirra samtaka og félaga sem bjóða henni að koma og kynnast starfsemi þeirra.

Eliza Reid heimsækir moskuna í Reykjavík

Elizu var boðið að heimsækja moskuna þegar verið var að kenna börnum íslensku og arabísku og þáði hún það með þökkum. Í heimsókn sinni hlýddi Eliza á ávörp, gekk um húsarkynnin, tók sjálf til máls um framlag innflytjenda til íslensks samfélags og bragðaði á „gómsætu myntute og allskyns kræsingum.“

„Þá rifjaðist upp fyrir mér allur sá hlýhugur sem ég naut á ferðalögum ein míns liðs um hin ýmsu lönd þar sem múslimar eru í miklum meirihluta,“ segir Eliza.

„Þá rifjaðist upp fyrir mér allur sá hlýhugur sem ég naut á ferðalögum ein míns liðs um hin ýmsu lönd þar sem múslimar eru í miklum meirihluta.“

Eliza segir kynþáttahatur og fordóma óþolandi í samfélaginu „Ég trúi því að langflestir landsmenn séu umburðarlyndir, skilningsríkir og brjóstgóðir. En eins og annars staðar má finna lítinn og háværan minnihluta sem deilir ekki þeim sjónarmiðum,“ segir Eliza.

Eliza telur tækifæri til lærdóms þegar fólk af ólíkum uppruna, ólíkri trú og ólíkum siðum skiptist á skoðunum. Með því að eiga í samtali telur hún að við getum unnið bug á ótta og tortryggni. „Antoine de Saint-Exupéry, sem skrifaði ævintýrið um Litla prinsinn, sagði eitthvað á þá leið að þú sért ólík mér en það að kynnast þér geri mig ekki að minni manneskju heldur meiri. Ég vil hafa þetta að leiðarljósi,“ segir Eliza.

„Ég trúi því að langflestir landsmenn séu umburðarlyndir, skilningsríkir og brjóstgóðir. En eins og annars staðar má finna lítinn og háværan minnihluta sem deilir ekki þeim sjónarmiðum.“
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár