Íslendingar virðast flestir hafa mjög mikinn áhuga á veðurfari. Veðrið er yfirleitt það fyrsta sem við spjöllum um þegar við hittum kunningja úti í búð eða förum í boð. Ég hef alltaf verið mikil áhugamanneskja um veður og ekki bara á Íslandi. Ef vinir mínir eru á leið til útlanda fylgist ég vel með hvernig veðurfarið er á viðkomandi stað og hika ekki við að senda þeim línu ef von er á mikilli rigningu og ég tala nú ekki um ef spáin er bongó. Á vinnustaðnum mínum er gert mikið grín að þessu veðurblæti mínu en á sama tíma finnst fólki almennt mjög gott að spyrja mig um veðrið – því ég er jú alltaf með svörin.
Á sumrin hoppar veðurblætið mitt upp um nýjar hæðir, það er þá sem veðurblætið breytist í eins konar veðurþráhyggju. „Verður gott sumar, verður gott sumar, verður gott sumar?“ ómar í hausnum á mér …
Athugasemdir