Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tvær konur í níu manna verkefnishópi um kvikmyndamál

Að­eins tvær kon­ur eru níu manna hópi sem mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hef­ur skip­að til að vinna að gerð stefnu í kvik­mynda­mál­um sem gild­ir til árs­ins 2030. Stjórn Wift, fé­lags kvenna í kvik­mynd­um og sjón­varpi, set­ur spurn­inga­merki við hvernig val­ið var í hóp­inn og telja að geng­ið sé gegn jafn­rétt­is­stefnu stjórn­valda.

Tvær konur í níu manna verkefnishópi um kvikmyndamál
Helga Rakel Rafnsdóttir Wift, félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, krefst þess að að minnsta kosti ein kona sem starfar í faginu fái sæti í verkefnishópi um stefnu í kvikmyndamálum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað verkefnishóp til að vinna að gerð stefnu í kvikmyndamálum sem gilda á frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2030. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Klapptré, þar sem fjallað er um íslenskar kvikmyndir og sjónvarp. Í fréttinni segir að þetta sé í fyrsta sinn sem stjórnvöld móta heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni hennar, sem nær yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensks kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda.

Formaður verkefnishópsins verður Dagur Kári Pétursson, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra og varaformaður Grímar Jónsson framleiðandi. Aðrir í hópnum eru þau Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður, Áslaug María Friðriksdóttir formaður Kvikmyndaráðs, Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri, Einar Karl Birgisson framkvæmdastjóri, Þorgeir Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu menningarmála, Baldur Sigmundsson sérfræðingur í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Kristinn Þórðarson, sérfræðingur frá Samtökum iðnaðarins.

Stjórn Wift, félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, hefur sent frá sér ályktun vegna málsins. Þar er bent á að sjö karlar séu í hópnum og tvær konur. Þrír karlanna starfi við fagið en hvorug kvennanna hafi gert það. Félagið krefst þess að að minnsta kosti ein kona, starfandi í kvikmyndagerð, sitji í nefndinni og að helmingur nefndarinnar sé skipaður konum.

Þá er bent á að Wift hafi á undanförnum árum unnið mikla endurgjaldslausa vinnu við gerð stórrar samantektar á annars vegar tölfræði sem afhjúpar kynjahallann í faginu á Íslandi og hins vegar tillögur að aðgerðum í átt að jöfnuði. Wift hafi boðið Mennta- og menningarmálaráðuneytinu aðstoð við að móta nýja jafnréttisstefnu tengda kvikmyndum og sjónvarpi og því hafi verið vel tekið. Við sama tækifæri hafi Wift-konum verið tjáð að tillögurnar kæmu á góðum tíma, þar sem verið væri að skipa nefnd sem ætti að móta framtíðarstefnu í kvikmyndagerð. Þar hafi ráðuneytið fengið tækifæri til að framkvæma jafnréttisstefnu stjórnvalda en kosið að gera það ekki. Óskað er upplýsinga um afstöðu ráðuneytisins til jafnréttismála í faginu og út frá hvaða forsendum fulltrúar í nefndinni voru valdir.

„Við hjá WIFT hefðum viljað fá fulltrúa í nefndina enda höfum þegar sett okkur vel inn í málið og lagt vinnu í að vinna samantekt fyrir ráðuneytið. Annars held ég að það sé alveg nóg framboð af konum sem hægt hefði verið að skipa í þessa nefnd, bæði framleiðendur, leikstjórar og handritshöfundar,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir, formaður Wift. „Það er í gildi jafnréttisstefna þegar kemur að skipan í svona nefndir. Hér er um mjög mikilvægan málaflokk að ræða. Kvikmyndaformið er gríðarlega sterkur miðill og hér er verið að móta stefnu allt frá grunnskóla og upp í það hvernig styrkir eru veittir til kvikmyndagerðar. Allar tölur sýna fram á gríðarlegan kynjahalla í faginu og það má öllum vera ljóst að með kynjahlutföllin 7:2 er engan veginn tryggt að þessi halli verði leiðréttur í faginu.“

Ályktun Wift í heild er svohljóðandi:

Ályktun um verkefnahóp til að móta 11 ára kvikmyndastefnu

Mennta- og Menningarmálaráðherra hefur skipað verkefnishóp til að vinna að gerð stefnu í kvikmyndamálum sem gilda á frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2030. Verður það í fyrsta sinn sem stjórnvöld móta heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni hennar, sem nær yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensks kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda.

Í hópnum eru 9 karlar og 2 konur. Þrír af karlmönnunum starfa við fagið, tveir af þeim eru leikstjórar og sá þriðji er framleiðandi og varaformaður nefndarinnar. Hvorug kvennana hefur starfað við fagið.

Undanfarið ár hefur Wift, Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi, unnið mikla endurgjaldslausa vinnu við gerð stórrar samantektar á annars vegar tölfræði sem afhjúpar enn einu sinni kynjahallann í faginu á Íslandi og hins vegar tillögur að aðgerðum í átt að jöfnuði m.a. eftir erlendum fyrirmyndum.  Samantektin var unnin í samstarfi við Kvikmyndmiðstöð og Kvikmyndaráð.

Wift bauð Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu fram aðstoð við að móta nýja jafnréttisstefnu tengda kvikmyndum og sjónvarpi, allt frá skólakerfinu til fagsins sjálfs og var því vel tekið. Samantektin var kynnt fyrir Allsherjar- og Menntamálanefnd Alþingis og Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu og ráðherra við góðar undirtektir. Okkur var tjáð að tillögurnar kæmu á góðum tíma þar sem verið væri að skipa nefnd sem ætti að móta framtíðarstefnu og vonuðumst við til að fá fulltrúa í þessa nefnd.

Þarna hafði ráðuneytið tækifæri til að framkvæma jafnréttisstefnu stjórnvalda, en hefur kosið að gera það ekki.

Wift spyr, hvers vegna það var ekki gert? Hver er afstaða nefndarinnar og ráðuneytisins til jafnréttismála í faginu?

Hvernig voru fulltrúar í nefndinni valdir og út frá hvaða forsendum?

Að lokum krefst Wift  þess að a.m.k. ein kona, starfandi í kvikmyndagerð, sitji í nefndinni og að helmingur nefndarinnar sé skipaður konum.

Stjórn Wift á Íslandi

Helga Rakel Rafnsdóttir Formaður

Dögg Mósesdóttir Varaformaður

Tinna Hrafnsdóttir

Helga Einarsdóttir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
4
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár