Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Séreignasparnaðarleið Sigmundar og Bjarna gagnaðist helst þeim tekjuhæstu

Hús­næð­isúr­ræði um greiðslu sér­eigna­sparn­að­ar skatt­frjálst inn á höf­uð­stól fast­eignalána gagn­ast ekki tekju­lág­um. Kostn­að­ur fyr­ir rík­is­sjóð nem­ur 2 millj­örð­um króna í ár. Sér­fræð­inga­hóp­ur mæl­ir einnig með breyt­ingu á vaxta­bóta­kerf­inu eða aflagn­ingu þess.

Séreignasparnaðarleið Sigmundar og Bjarna gagnaðist helst þeim tekjuhæstu
Leiðrétting og séreignarsparnaður Séreignarsparnaðarleiðin var kynnt til sögunnar í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. Mynd: Pressphotos

Séreignarsparnaðarleiðin svokallaða, sem kynnt var sem hluti af skuldaleiðréttingunni í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur gagnast tekjuháum mest. Úrræðið kostar um 2 milljarða króna í ár.

Þetta kemur fram í húsnæðiskafla skýrslu sérfræðingahóps um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum sem kynnt var á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær.

Séreignasparnaðarleiðin var kynnt haustið 2013 sem hluti af „leiðréttingunni“ sem tímabundin aðgerð, en var framlengd aftur árið 2017 í tvö ár. Í leiðinni felst að heimilt sé að ráðstafa séreignasparnaði skattfrjálst til að lækka höfuðstól húsnæðislána. Úrræðið rennur út í lok júní á þessu ári, en samkvæmt nefndinni hefur nýting þess einkum verið hjá þeim sem hærri tekjur hafa.

„Sérfræðingahópur og stýrinefndin telja að úrræðið sé ekki til þess fallið að styðja við fólk á húsnæðismarkaði sem hefur lágar tekjur og gera því ekki tillögu um framhald þess,“ segir í skýrslunni. Stýrinefnd verkefnisins var skipuð aðstoðarmönnum ráðherra úr stjórnarflokkunum Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Axel HallFormaður sérfræðingahópsins kynnti skýrsluna á mánudag.

Í skýrslunni er bent á að markmið úrræðisins hafi fyrst og fremst verið að auðvelda fjölskyldum að eignast húsnæði án óhóflegrar skuldsetningar.

„Séreignarsparnaðarúrræðið hefur einna helst verið gagnrýnt fyrir að nýtast illa þeim sem hafa lágar launatekjur og alls ekki þeim sem eru á bótum,“ segir í skýrslunni. „Þá njóti leigjendur einskis af þessu skattfrelsi. Engin leið er að hafna því að þessir ágallar eru á gildandi kerfi, enda er það sniðið að einstaklingum sem eru á vinnumarkaði og búa í eigin húsnæði.“

Árið 2016 var til viðbótar tekið upp nýtt varanlegt úrræði af sama toga fyrir kaupendur sinnar fyrstu íbúðar. Áætlaður kostnaður við það er um 1 milljarður króna í ár. Sérfræðingahópurinn gerir ekki tillögu um að leggja það niður, en varar þó við að of langt sé gengið í þeim efnum vegna tekjutaps sem hið opinbera verður af í framtíðinni og að það gangi gegn markmiðum sjóðasöfnunar í lífeyriskerfinu. Úrræðið sé nýtt og takmarkaðar upplýsingar tiltækar um hvernig það hafi nýst.

Hæsta tekjutíundin fékk hundruð milljóna í stuðning

Í kaflanum kemur einnig fram að hæstu upphæðir húsnæðisstuðnings renni til tekjuhópanna um eða rétt undir meðaltekjum. Hæsta tekjutíundin fái nánast sömu upphæð í húsnæðisstuðning á ári og sú lægsta. Sá stuðningur hafi að nær öllu leyti komið í gegnum séreignasparnaðarleiðina, sem rýri skatttekjur hins opinbera í framtíðinni. Alls nemur húsnæðisstuðningur um 25,5 milljörðum króna í ár og renna 14,2 milljarðar til eigenda húsnæðis, en 11,3 milljarðar til leigjenda.

Loks kemur fram það viðhorf hópsins að vaxtabótakerfinu þurfi að breyta eða láta það renna sitt skeið. Áætlaður kostnaður við vaxtabætur í ár er um 3,4 milljarðar króna. Sérfræðingahópurinn telur að hagrænir hvatar kerfisins séu um margt óæskilegir og kerfið sé flókið, ógagnsætt og þungt í vöfum. Þá nái stuðningur vaxtabóta langt upp tekjudreifinguna en beinist ekki sérstaklega að þeim tekjulægstu.

„Sérfræðingahópur og stýrinefnd telja að annaðhvort þurfi að einfalda kerfið og beina stuðningi þangað sem þörfin er mest, jafnvel þannig að vaxtabætur verði tímabundnar eftir fyrstu kaup, eða viðhalda núverandi kerfi,“ segir í skýrslunni. „Seinni kosturinn felur í sér að kerfið einfaldlega renni sitt skeið með því hvernig viðmiðunarfjárhæðir verði uppfærðar. Aukin áhersla verði þá í kjölfarið lögð á stuðning við fyrstu kaup svo að kaupendur standist kröfu um eigið fé.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skuldaleiðréttingin

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
FréttirSkuldaleiðréttingin

Tel­ur að Rík­is­skatt­stjóri hafi synj­að fólki um hús­næð­isúr­ræði

Bryn­hild­ur Bolla­dótt­ir lög­fræð­ing­ur fékk í dag úr­skurð frá yf­ir­skatta­nefnd þess efn­is að henni sé áfram heim­ilt að nota sér­eigna­sparn­að skatt­frjálst til nið­ur­greiðslu höf­uð­stóls hús­næð­is­láns, þrátt fyr­ir að hafa selt sína fyrstu íbúð. Hún tel­ur að Rík­is­skatt­stjóri hafi synj­að mörg­um um úr­ræð­ið.
Greiningardeild Arion banka: Bankaskatturinn ein af ástæðum þess hve vextir eru háir
Fréttir

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka: Banka­skatt­ur­inn ein af ástæð­um þess hve vext­ir eru há­ir

Sér­staki skatt­ur­inn á fjár­mála­fyr­ir­tæki var lög­fest­ur ár­ið 2010 en víkk­að­ur út og hækk­að­ur um­tals­vert í tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar til að standa und­ir 80 millj­arða rík­is­út­gjöld­um vegna höf­uð­stóls­lækk­un­ar verð­tryggðra hús­næð­is­lána. Grein­ing­ar­deild Ari­on banka full­yrð­ir að skatt­ur­inn hafi þrýst upp út­lána­vöxt­um bank­anna.
Svikna kynslóðin í landi jakkafatanna
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Svikna kyn­slóð­in í landi jakkafat­anna

Ís­lenski draum­ur­inn er í upp­námi. Í ein­fald­aðri mynd sér ungt fólk nú fram á að flytja á jað­ar­svæði, borga leigu til GAMMA og greiða vegtolla á leið í og úr þjón­ustu­störf­um fyr­ir ferða­menn til að fjár­magna vega­kerfi fyr­ir ferða­menn. Á þess­ari öld hafa ráð­stöf­un­ar­tekj­ur elsta ald­urs­hóps­ins auk­ist rúm­lega fimmtán­falt meira en ráð­stöf­un­ar­tekj­ur fólks und­ir þrí­tugu og eign­ir safn­ast sam­an hjá eldri kyn­slóð­inni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár