Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Helmingur þjóðarinnar andvígur vegtollum

Litl­ar breyt­ing­ar frá síð­asta ári. Kjós­end­ur Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna lík­leg­ust til að styðja inn­heimtu vegtolla. Kjós­end­ur Mið­flokks mjög and­víg­ir.

Helmingur þjóðarinnar andvígur vegtollum
Andstaða við veggjöld Ríflega helmingur þjóðarinnar er andvígur innheimtu veggjalda en aðeins tæplega þriðjungur er fylgjandi. Mynd: Shutterstock

Þriðjungur þjóðarinnar er mjög andvígur innheimtu veggjalda og tæpur fjórðungur er frekar andvígur. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR um málið. Litlar breytingar eru á afstöðu fólks frá því í síðustu sambærilegu könnun fyrirtækisins sem gerð var í maí á síðasta ári.

Rúmlega helmingur landsmanna er því andvígur upptöku veggjalda samkvæmt könnuninni. Þar af eru 34 prósent mjög andvíg og 18 prósent frekar andvíg. Samsvarandi tölur í maí í fyrra voru 31 og 19 prósent. Á móti kemur að tæplega þriðjungur landsmanna eru hlynnt innheimtu veggjalda. Þar af eru 11 prósent mjög fylgjandi og 21 prósent frekar fylgjandi. Sambærilegar tölur frá því í fyrra voru 8 prósent og 24 prósent. Þeir sem voru hvorki fylgjandi né andvígir mældust vera 17 prósent, tveimur prósentustigum færri en í maí 2018.

Almennt voru konur nokkru jákvæðari en karlar gegn því að veggjöld yrðu tekin upp. Fjórðungur kvenna var frekar fylgjandi upptöku veggjalda og átta prósent mjög fylgjandi. Afstaða karla var hins vegar sú að 16 prósent þeirra voru frekar fylgjandi upptöku veggjalda og 13 prósent mjög fylgjandi.

Þá jókst stuðningur við innheimtu veggjalda eftir aldri þáttakenda en 43 prósent þeirra sem í elsta aldurshópnum eru, 68 ára og eldri, voru fylgjandi upptöku þeirra. Ekki nema 26 prósent aðspurðra í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára, var fylgjandi innheimtu veggjalda.

Mestur stuðningur við upptöku veggjalda er hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, þar sem 49 prósent sögðust styðja innheimtu veggjalda, hjá Vinstri grænum og Viðreisn en 44 prósent stuðningsfólks beggja flokka sagðist fylgjandi upptöku gjaldanna. Stuðningsfólk Miðflokksins var harðast í andstöðu gegn innheimtu veggjalda en 73 prósent þess sagðist andvígt. Samsvarandi tölur fyrir kjósendur Miðflokksins reyndust 61 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár