Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tekur sér Kristján Loftsson til fyrirmyndar og biður ráðherra um greiða

„Ég geri að sjálf­sögðu ráð fyr­ir því að ég sé jafn mik­ils­met­inn þjóð­fé­lags­þegn og Krissi hvalamorð­ingi,“ seg­ir Lára Guð­rún Jó­hönnu­dótt­ir sem skor­ar á heil­brigð­is­ráð­herra að fella nið­ur lyfja­kostn­að og komu­gjöld krabba­meins­sjúk­linga.

Tekur sér Kristján Loftsson til fyrirmyndar og biður ráðherra um greiða
Lára Guðrún Jóhönnudóttir Telur ekki óeðlilegt að fyrst hægt sé að breyta reglugerðum fyrir Kristján Loftsson og Hval hf. þá sé einnig hægt að gera það fyrir hana. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það einhvern veginn hentar mér bara ekki lengur að greiða svona mikið í heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja það að drepast fyrir fertugt. Þess vegna hef ég farið fram á það við nokkra af þínum forverum í starfi að reglugerðinni verði breytt, svo hún harmoneri við það hvernig hlutirnir eru framkvæmdir í alvöru velferðarsamfélagi.“

Þetta segir Lára Guðrún Jóhönnudóttir í opnu bréfi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem hún birtir á Facebook. Lára Guðrún greindist með krabbamein árið 2017 og hefur vakið athygli á þeim miklu fjárhagsbyrðum sem lagðar eru á krabbameinsveika hér á landi.

Í dag birtir hún bréf til heilbrigðisráðherra, eins konar eftirlíkingu af tölvupósti sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Kristján hefði sent nafna sínum bréf, beðið um að reglugerð um hvalskurð yrði breytt og orðið að ósk sinni. Bréfið hófst á orðunum „Sæll Kristján Þór, Mér þykir leitt að þurfa að hvabba á þér vegna eftirfarandi.“

Svona hljóðar opið bréf Láru Guðrúnar til heilbrigðisráðherra:

Kæra Svandís,

Mér þykir leitt að þurfa að hvabba á þér vegna eftirfarandi tittlingaskíts en ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því að ég sé jafn mikilsmetinn þjóðfélagsþegn og Krissi hvalamorðingi, en hann virðist hafa fundið töfraformúluna þegar kemur að því að breyta reglugerðum sér í hag og sýnir okkur hinum gott fordæmi með því að eiga frumkvæði að persónulegum breytingum til hins betra. Við viljum jú öll græða meiri pening og það einhvernveginn hentar mér bara ekki lengur að greiða svona mikið í heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja það að drepast fyrir fertugt.

Þess vegna hef farið fram á það við nokkra af þínum forverum í starfi að reglugerðinni verði breytt, svo hún harmoneri við það hvernig hlutirnir eru framkvæmdir í alvöru velferðarsamfélagi.

Tóku þeir vel í málaleitan mína.

Þetta hefur staðið yfir í meira en tvö ár.

Í meðfylgjandi viðhengi hef ég sett inn breytingar þær, sem ég fer fram á að verði gerðar með rauðu í “track changes” á reglugerð sem snýr að lyfjakostnaði og komugjöldum krabbameinssjúklinga á Landspítalanum. Ætlun mín var að afhenda forvera þínum, Óttarri Proppé þetta skjal, en fundi okkar var aflýst vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna.

Ég breytti lágmarksgreiðslu sjúklinga úr 73.950 kr. í 0 kr. fyrir komugjöld og læknisþjónustu og einnig úr 62.500 kr. Í 0 kr. fyrir lyfjakostnað. Gildir þá engu hvort um er að ræða niðurgreiðslu á samheitalyfi eða frumlyfi, enda treystum við sjúklingum til þess að bera ábyrgð á eigin heilsu og eiga kost á að velja það besta fyrir sig óháð fjárhagi. Annað er auðvitað mismunun.

Ef þú gætir ljáð mér hálftíma viðtal, þá væri ég þér mjög þakklát, en þá get ég farið yfir röksemdir mínar fyrir breytingartillögunum í ítarlegra máli.

Kveðja,
Lára

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu