„Ég vinn verkamannavinnu hjá Sorpu. Konan mín vinnur á leikskóla þannig að við erum báðar í láglaunastörfum. Ég fæ raunar laun sem eru allt í lagi en það er vegna þess að ég vinn alveg fullt af yfirvinnutímum og hef í raun ekki tíma til að gera margt annað. Þannig situr fjölskyldulífið til dæmis á hakanum. Ég get aldrei farið með krakkana á leikskólann og ég get aldrei sótt þau. Konan mín vinnur aðeins styttri vinnudag því það er betra að hún nái í börnin en ég vinni meira, launanna vegna. En ég sakna þess að fá ekki að taka þátt í lífi barnanna minna á þennan hátt,“ segir Hjördís Ólafsdóttir í samtali við Stundina.
Hjördís segir að hún sé tilneydd til að vinna mikið svo að fjölskyldan nái endum saman. „Við gætum aldrei lifað af ef ég væri bara á dagvinnulaununum mínum. Þau eru 360 þúsund krónur fyrir skatta. …
Athugasemdir