Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Byrjað á að borga reikninga og setja mat á borðið

Jóna Sveins­dótt­ir hef­ur alltaf þurft að vinna tvö störf. Hún seg­ir að fólk sé al­mennt þannig gert að það taki alltaf meira til sín en það þurfi, hafi það færi á. Því sé það stjórn­valda að koma í veg fyr­ir mis­skipt­ingu.

Byrjað á að borga reikninga og setja mat á borðið
Græðgi í eðli mannsins Jóna segist telja að það sé í eðli mannsins að taka til sín eins mikið og hann mögulega geti. Af þeim sökum verði stjórnvöld að setja skýran ramma til að koma í veg fyrir misskiptingu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það er í eðli mannsins að taka til sín það sem hann getur og ef mannskepnunni eru ekki sett mörk af yfirvöldum þá mun fólk sannarlega taka meira til sín en það hefur þörf fyrir. Þannig verður misskiptingin til og það er ekki á hendi neins nema stjórnvalda að koma í veg fyrir þá þróun.

Þetta er mat Jónu Sveinsdóttur, kjólameistara og skúringakonu. Jóna hefur látið í sér heyra að undanförnu þegar kemur að verkalýðsbaráttu og kjaramálum. Hún segir að hún sjálf hafi ekki liðið skort, eða hennar fjölskylda, en hún þekki næg dæmi um stéttaskiptingu og misskiptingu á Íslandi. Og þeim dæmum fari bara fjölgandi. „Við höfum svo sem ekki liðið skort því heildar launatekjur heimilisins hafa alltaf verið nægar. Við höfum hins vegar ekki borist á í neinu heldur. Ég hef til dæmis alltaf þurft að stunda tvö störf. Ég get svo sem sjálfri mér um kennt því …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár