Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

Hef­ur sagt upp eft­ir 32 ára starf og hverf­ur til starfa í al­manna­tengsl­um.

Óðinn Jónsson hættir á RÚV
Hættir á RÚV eftir 32 ár Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi fréttastjóri á RÚV, hefur sagt upp störfum hjá fjölmiðlinum.

Óðinn Jónsson, einn umsjónarmanna Morgunvaktarinnar á Rás 1 og fyrrverandi fréttastjóri RÚV hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu eftir ríflega 32 ára starf. Þetta staðfestir Óðinn við Stundina.

Hann segist munu hætta í blaðamennsku og fjölmiðlum og hefja störf sem ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu Aton með hækkandi sól. Um ástæður þess að Óðinn hefur sagt upp vill hann ekki tjá sig frekar.

Óðinn hóf störf við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu árið 1982 og varð fastráðinn fréttamaður árið 1987. Hann vann sem fréttamaður Ríkisútvarpsins á Norðurlöndunum á árunum 1994 til 1996 en kom heim árið 1996 og tók við starfi þingfréttamanns útvarps. Því starfi gengdi hann til ársins 2002.

Árið 2005 varð hann fréttastjóri fréttastofu útvarps og fréttastjóri RÚV frá sameiningu fréttastofa útvarps og sjónvarps árið 2008 og til 2014. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem fréttamaður og síðar dagskrárgerðarmaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár