Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skrifstofa eigna og atvinnu­þróunar borgarinnar verði lögð niður

Lagð­ar eru til breyt­ing­ar á skipu­lagi stjórn­sýslu Reykja­vík­ur­borg­ar í nýrri skýrslu. Vinn­an unn­in í kjöl­far Bragga­máls­ins.

Skrifstofa eigna og atvinnu­þróunar borgarinnar verði lögð niður
Breytingar á skipulagi Lagðar eru til breytingar á skipulagi borgarkerfisins í nýrri skýrslu. Mynd: Af vef Reykjavíkurborgar

Lagt er til að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg verði lögð niður og verkefni hennar færð undir ný kjarnasvið borgarinnar, samkvæmt tillögu ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu. Leitað var til fyrirtækisins um ráðgjöf við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu borgarinnar eftir að borgarráð samþykkti að hefja vinnu við slíka endurskoðun 25. október 2018. Skipurit borgarinnar var síðast uppfært árið 2012 og er það niðurstaða Strategíu að umboð og hlutverk innan borgarkerfisins séu ekki fyllilega í takt við gildandi skipurit.

Aðkoma skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að framkvæmdum við endurbyggingu á byggingunum við Nauthólsveg 100, Bragganum svonefnda, sætti mjög harðri gagnrýni í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem birt var skömmu fyrir síðustu jól. Þar komst innri endurskoðun að því að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði verið setta á „eins konar sjálfstýringu“ sem hefði bitnað á innra eftirliti og verklagi skrifstofunnar. Þá var Hrólfur Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri, ekki sagður hafa fylgst með verkefnum skrifstofunnar og ekki gefið upplýsingar um stöðu mála. Þá hafi Hrólfur verið í miklum samskiptum við borgarstjóra en ekki við sinn næsta yfirmann samkvæmt skipuriti, sem er borgarritari.

„Lagt er til að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg verði lögð niður og verkefni hennar færð undir ný kjarnasvið borgarinnar“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem innri endurskoðun gerir athugasemdir við starfsemi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar því árið 2015 var einnig unnin úttekt á skrifstofunni og settar fram ábendingar um atriði sem betur mættu fara. Ekki voru gerðar fullnægjandi úrbætur vegna þeirra ábendinga. Í skýrslu innri endurskoðunar frá því í desember síðastliðnum kom fram að ef úrbætur hefðu verið gerðar hefði verkefnið að Nauthólsvegi 100 ekki farið í þann farveg sem það gerði.

Umræða um óráðsíu vegna uppbyggingar í Nauthólsvík komust í hámæli í byrjun september síðastliðins en athugasemdir höfðu borist borgarlögmanni svo snemma sem sumarið 2017. Óhjákvæmilegt er annað en að setja vinnu við endurskipulagningu á stjórnsýslu borgarinnar í samhengi við braggamálið þó svo að fleira komi vissulega til.

Þrjú ný kjarnasvið verða til

Í skýrslu Strategíu kemur fram að skipurit borgarinnar hafi breyst síðan árið 2012 þegar það var síðast endurskoðað og verkefni miðlægrar stjórnsýslu vaxið verulega og kalli það á heildstæða endurskoðun. Sem fyrr segir séu hlutverk og umboð ekki fyllilega í takt við núgildandi skipurit. Meðal þeirra úrbóta sem tilteknar eru í skýrslunni eru að nauðsynlegt sé að staða og hlutverk kjörinna fulltrúa í borgarstjórn gagnvart embættismannakerfinu þurfi að vera skýr og tryggja þarf meiri og beinni aðkomu þeirra að stefnumótun í mikilvægum málaflokkum. Þá þurfi að endurskilgreina hlutverk borgarráðs en of mikið af verkefnum séu falin ráðinu og verkaskipting milli þess og borgarstjórnar, og raunar borgarstjóra einnig, sé ekki skýr. Skerpa þurfi á þeirri hlutverkaskipan. Þá er lagt til að styrkja skrifstofu borgarritara verulega, meðal annars með ráðningu upplýsingafulltrúa skrifstofunnar, með því að koma á verkefnastofu innan hennar og að ýmis verkefni flytjist til skrifstofunnar.

Gerð er tillaga um að ákveðin kjarnastarfsemi borgarinnar verði aðgreind frá fagsviðum borgarinnar með því að stofna um hana þrjú ný kjarnasvið, svið þjónustu- og nýsköpunar, svið mannauðs og starfsumhverfis og svið fjármála og áhættustýringar.

Undir svið mannauðs og starfsumhverfis falli einnig kjaramál sem í dag heyra undir fjármálaskrifstofu en undir svið fjármála og áhættustýringar falli verkefni núverandi fjármálaskrifstofu. Þar undir verði einnig færð öll áætlanagerð og bókhaldsleg umsýsla tengd eignasjóði borgarinnar sem verið hefur hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

Undir svið þjónustu og nýsköpunar falli verkefni sem varði innri og ytri þjónustu og nýsköpun, þar með talda upplýsingatækni. Undir sviðið falli verkefni sem nú heyra undir skrifstofu þjónustu og rekstrar, ásamt verkefnum sem heyra undir núverandi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar á sviði eignaumsýslu og rekstrar.

Önnur verkefni sem verið hafa á hendi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði færð til umhverfis- og skipulagssviðs og til skrifstofu borgarstjóra og/eða borgarritara. Eftir þessar breytingar verið þannig ekki hægt að ráðast í framkvæmdir á vegum borgarinnar án þess að um það sé fjallað á umhverfis- og skipulagssviði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár