Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skrifstofa eigna og atvinnu­þróunar borgarinnar verði lögð niður

Lagð­ar eru til breyt­ing­ar á skipu­lagi stjórn­sýslu Reykja­vík­ur­borg­ar í nýrri skýrslu. Vinn­an unn­in í kjöl­far Bragga­máls­ins.

Skrifstofa eigna og atvinnu­þróunar borgarinnar verði lögð niður
Breytingar á skipulagi Lagðar eru til breytingar á skipulagi borgarkerfisins í nýrri skýrslu. Mynd: Af vef Reykjavíkurborgar

Lagt er til að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg verði lögð niður og verkefni hennar færð undir ný kjarnasvið borgarinnar, samkvæmt tillögu ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu. Leitað var til fyrirtækisins um ráðgjöf við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu borgarinnar eftir að borgarráð samþykkti að hefja vinnu við slíka endurskoðun 25. október 2018. Skipurit borgarinnar var síðast uppfært árið 2012 og er það niðurstaða Strategíu að umboð og hlutverk innan borgarkerfisins séu ekki fyllilega í takt við gildandi skipurit.

Aðkoma skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að framkvæmdum við endurbyggingu á byggingunum við Nauthólsveg 100, Bragganum svonefnda, sætti mjög harðri gagnrýni í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem birt var skömmu fyrir síðustu jól. Þar komst innri endurskoðun að því að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði verið setta á „eins konar sjálfstýringu“ sem hefði bitnað á innra eftirliti og verklagi skrifstofunnar. Þá var Hrólfur Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri, ekki sagður hafa fylgst með verkefnum skrifstofunnar og ekki gefið upplýsingar um stöðu mála. Þá hafi Hrólfur verið í miklum samskiptum við borgarstjóra en ekki við sinn næsta yfirmann samkvæmt skipuriti, sem er borgarritari.

„Lagt er til að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg verði lögð niður og verkefni hennar færð undir ný kjarnasvið borgarinnar“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem innri endurskoðun gerir athugasemdir við starfsemi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar því árið 2015 var einnig unnin úttekt á skrifstofunni og settar fram ábendingar um atriði sem betur mættu fara. Ekki voru gerðar fullnægjandi úrbætur vegna þeirra ábendinga. Í skýrslu innri endurskoðunar frá því í desember síðastliðnum kom fram að ef úrbætur hefðu verið gerðar hefði verkefnið að Nauthólsvegi 100 ekki farið í þann farveg sem það gerði.

Umræða um óráðsíu vegna uppbyggingar í Nauthólsvík komust í hámæli í byrjun september síðastliðins en athugasemdir höfðu borist borgarlögmanni svo snemma sem sumarið 2017. Óhjákvæmilegt er annað en að setja vinnu við endurskipulagningu á stjórnsýslu borgarinnar í samhengi við braggamálið þó svo að fleira komi vissulega til.

Þrjú ný kjarnasvið verða til

Í skýrslu Strategíu kemur fram að skipurit borgarinnar hafi breyst síðan árið 2012 þegar það var síðast endurskoðað og verkefni miðlægrar stjórnsýslu vaxið verulega og kalli það á heildstæða endurskoðun. Sem fyrr segir séu hlutverk og umboð ekki fyllilega í takt við núgildandi skipurit. Meðal þeirra úrbóta sem tilteknar eru í skýrslunni eru að nauðsynlegt sé að staða og hlutverk kjörinna fulltrúa í borgarstjórn gagnvart embættismannakerfinu þurfi að vera skýr og tryggja þarf meiri og beinni aðkomu þeirra að stefnumótun í mikilvægum málaflokkum. Þá þurfi að endurskilgreina hlutverk borgarráðs en of mikið af verkefnum séu falin ráðinu og verkaskipting milli þess og borgarstjórnar, og raunar borgarstjóra einnig, sé ekki skýr. Skerpa þurfi á þeirri hlutverkaskipan. Þá er lagt til að styrkja skrifstofu borgarritara verulega, meðal annars með ráðningu upplýsingafulltrúa skrifstofunnar, með því að koma á verkefnastofu innan hennar og að ýmis verkefni flytjist til skrifstofunnar.

Gerð er tillaga um að ákveðin kjarnastarfsemi borgarinnar verði aðgreind frá fagsviðum borgarinnar með því að stofna um hana þrjú ný kjarnasvið, svið þjónustu- og nýsköpunar, svið mannauðs og starfsumhverfis og svið fjármála og áhættustýringar.

Undir svið mannauðs og starfsumhverfis falli einnig kjaramál sem í dag heyra undir fjármálaskrifstofu en undir svið fjármála og áhættustýringar falli verkefni núverandi fjármálaskrifstofu. Þar undir verði einnig færð öll áætlanagerð og bókhaldsleg umsýsla tengd eignasjóði borgarinnar sem verið hefur hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

Undir svið þjónustu og nýsköpunar falli verkefni sem varði innri og ytri þjónustu og nýsköpun, þar með talda upplýsingatækni. Undir sviðið falli verkefni sem nú heyra undir skrifstofu þjónustu og rekstrar, ásamt verkefnum sem heyra undir núverandi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar á sviði eignaumsýslu og rekstrar.

Önnur verkefni sem verið hafa á hendi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði færð til umhverfis- og skipulagssviðs og til skrifstofu borgarstjóra og/eða borgarritara. Eftir þessar breytingar verið þannig ekki hægt að ráðast í framkvæmdir á vegum borgarinnar án þess að um það sé fjallað á umhverfis- og skipulagssviði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár