Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skrifstofa eigna og atvinnu­þróunar borgarinnar verði lögð niður

Lagð­ar eru til breyt­ing­ar á skipu­lagi stjórn­sýslu Reykja­vík­ur­borg­ar í nýrri skýrslu. Vinn­an unn­in í kjöl­far Bragga­máls­ins.

Skrifstofa eigna og atvinnu­þróunar borgarinnar verði lögð niður
Breytingar á skipulagi Lagðar eru til breytingar á skipulagi borgarkerfisins í nýrri skýrslu. Mynd: Af vef Reykjavíkurborgar

Lagt er til að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg verði lögð niður og verkefni hennar færð undir ný kjarnasvið borgarinnar, samkvæmt tillögu ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu. Leitað var til fyrirtækisins um ráðgjöf við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu borgarinnar eftir að borgarráð samþykkti að hefja vinnu við slíka endurskoðun 25. október 2018. Skipurit borgarinnar var síðast uppfært árið 2012 og er það niðurstaða Strategíu að umboð og hlutverk innan borgarkerfisins séu ekki fyllilega í takt við gildandi skipurit.

Aðkoma skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að framkvæmdum við endurbyggingu á byggingunum við Nauthólsveg 100, Bragganum svonefnda, sætti mjög harðri gagnrýni í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem birt var skömmu fyrir síðustu jól. Þar komst innri endurskoðun að því að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði verið setta á „eins konar sjálfstýringu“ sem hefði bitnað á innra eftirliti og verklagi skrifstofunnar. Þá var Hrólfur Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri, ekki sagður hafa fylgst með verkefnum skrifstofunnar og ekki gefið upplýsingar um stöðu mála. Þá hafi Hrólfur verið í miklum samskiptum við borgarstjóra en ekki við sinn næsta yfirmann samkvæmt skipuriti, sem er borgarritari.

„Lagt er til að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg verði lögð niður og verkefni hennar færð undir ný kjarnasvið borgarinnar“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem innri endurskoðun gerir athugasemdir við starfsemi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar því árið 2015 var einnig unnin úttekt á skrifstofunni og settar fram ábendingar um atriði sem betur mættu fara. Ekki voru gerðar fullnægjandi úrbætur vegna þeirra ábendinga. Í skýrslu innri endurskoðunar frá því í desember síðastliðnum kom fram að ef úrbætur hefðu verið gerðar hefði verkefnið að Nauthólsvegi 100 ekki farið í þann farveg sem það gerði.

Umræða um óráðsíu vegna uppbyggingar í Nauthólsvík komust í hámæli í byrjun september síðastliðins en athugasemdir höfðu borist borgarlögmanni svo snemma sem sumarið 2017. Óhjákvæmilegt er annað en að setja vinnu við endurskipulagningu á stjórnsýslu borgarinnar í samhengi við braggamálið þó svo að fleira komi vissulega til.

Þrjú ný kjarnasvið verða til

Í skýrslu Strategíu kemur fram að skipurit borgarinnar hafi breyst síðan árið 2012 þegar það var síðast endurskoðað og verkefni miðlægrar stjórnsýslu vaxið verulega og kalli það á heildstæða endurskoðun. Sem fyrr segir séu hlutverk og umboð ekki fyllilega í takt við núgildandi skipurit. Meðal þeirra úrbóta sem tilteknar eru í skýrslunni eru að nauðsynlegt sé að staða og hlutverk kjörinna fulltrúa í borgarstjórn gagnvart embættismannakerfinu þurfi að vera skýr og tryggja þarf meiri og beinni aðkomu þeirra að stefnumótun í mikilvægum málaflokkum. Þá þurfi að endurskilgreina hlutverk borgarráðs en of mikið af verkefnum séu falin ráðinu og verkaskipting milli þess og borgarstjórnar, og raunar borgarstjóra einnig, sé ekki skýr. Skerpa þurfi á þeirri hlutverkaskipan. Þá er lagt til að styrkja skrifstofu borgarritara verulega, meðal annars með ráðningu upplýsingafulltrúa skrifstofunnar, með því að koma á verkefnastofu innan hennar og að ýmis verkefni flytjist til skrifstofunnar.

Gerð er tillaga um að ákveðin kjarnastarfsemi borgarinnar verði aðgreind frá fagsviðum borgarinnar með því að stofna um hana þrjú ný kjarnasvið, svið þjónustu- og nýsköpunar, svið mannauðs og starfsumhverfis og svið fjármála og áhættustýringar.

Undir svið mannauðs og starfsumhverfis falli einnig kjaramál sem í dag heyra undir fjármálaskrifstofu en undir svið fjármála og áhættustýringar falli verkefni núverandi fjármálaskrifstofu. Þar undir verði einnig færð öll áætlanagerð og bókhaldsleg umsýsla tengd eignasjóði borgarinnar sem verið hefur hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

Undir svið þjónustu og nýsköpunar falli verkefni sem varði innri og ytri þjónustu og nýsköpun, þar með talda upplýsingatækni. Undir sviðið falli verkefni sem nú heyra undir skrifstofu þjónustu og rekstrar, ásamt verkefnum sem heyra undir núverandi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar á sviði eignaumsýslu og rekstrar.

Önnur verkefni sem verið hafa á hendi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði færð til umhverfis- og skipulagssviðs og til skrifstofu borgarstjóra og/eða borgarritara. Eftir þessar breytingar verið þannig ekki hægt að ráðast í framkvæmdir á vegum borgarinnar án þess að um það sé fjallað á umhverfis- og skipulagssviði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár