Óskarsverðlaunin hafa verið stærstu kvikmyndaverðlaun heims í nærri heila öld og á 91 ári hefur 448 tilnefningum verið útdeilt til leikstjóra heimsins. Af þeim hafa karlar hlotið alls 443 tilnefningar og konur fimm. Sú fimmta kom í fyrra, í ár eru fimm karlar tilnefndir eins og venjulega, jafn margir og konurnar hafa verið frá upphafi.
Ástæðurnar fyrir þessu eru vissulega kerfislægar að hluta, konur eiga erfiðara með að fá tækifæri og raunar segja margar leikstýrur að mynd númer tvö sé erfiðasti hjallinn fyrir konur í Hollywood. Ef karlkyns leikstjóri gerir eina ódýra, óháða mynd sem fær góða dóma er hann oft von bráðar farinn að fá tækifæri til að …
Athugasemdir