Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Býðst til að senda Reykjavíkurborg tvö pálmatré að gjöf frá Filipseyjum

Bær­ing Ólafs­son, sem um tíma hugð­ist bjóða sig fram sem til embætt­is for­seta Ís­lands, býð­ur borg­inni tvö tré úr garð­in­um sín­um. Flutn­ing­ur­inn kost­ar 200 þús­und krón­ur og tek­ur níu vik­ur.

Býðst til að senda Reykjavíkurborg tvö pálmatré að gjöf frá Filipseyjum
Bæring gjafmildi Býðst til að gefa borginni pálmatré og spara henni þar með peninga.

Bæring Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og um skamma hríð forsetaframbjóðandi, hefur boðist til að gefa Reykjavíkurborg tvö pálmatré og spara þannig borginni „tugi milljóna“ eins og hann orðar það. Þetta gerir Bæring í færslu á Facebook síðu sinni.

Bæring sem er búsettur á Manila á Filipseyjum birtir mynd af tveimur pálmatrjám í garðinum sínum og segir að þau megi borgin eiga. Hann geti sent þau til Íslands í 20 feta gámi fyrir 200 þúsund krónur. „Var að tjékka á flutningskostnaðnum rétt áðan..... get sparað Reykjavíkurborg tugi milljóna með þessu. Bara láta mig vita, tekur 9 vikur í flutningum, verður komið í fyrstu vikunni í maí.“

Bæring er með þessu að tala, líklega í léttum dúr, inn í umræðu um útilistaverkið Pálma sem setja á upp í nýrri Vogabyggð ef allt gengur eftir. Það er hins vegar ofsögum sagt hjá Bæring að hann myndi með þessu spara borginni tugi milljóna. Samkvæmt kostnaðaráætluna kosta pálmatrén tvö sem stefnt er að því að setja upp um 1,5 milljónir króna svo sparnaður borgarinnar, ef rausnarlegu boði Bærings yrði tekið, væri um 1,3 milljónir króna. Mestur kostnaður við uppsetningu verksins er hins vegar fólgin í gróðurhúsunum eða stokkunum utan um þau, en hvor þeirra kostar um 43 milljónir króna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
3
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár