Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Býðst til að senda Reykjavíkurborg tvö pálmatré að gjöf frá Filipseyjum

Bær­ing Ólafs­son, sem um tíma hugð­ist bjóða sig fram sem til embætt­is for­seta Ís­lands, býð­ur borg­inni tvö tré úr garð­in­um sín­um. Flutn­ing­ur­inn kost­ar 200 þús­und krón­ur og tek­ur níu vik­ur.

Býðst til að senda Reykjavíkurborg tvö pálmatré að gjöf frá Filipseyjum
Bæring gjafmildi Býðst til að gefa borginni pálmatré og spara henni þar með peninga.

Bæring Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og um skamma hríð forsetaframbjóðandi, hefur boðist til að gefa Reykjavíkurborg tvö pálmatré og spara þannig borginni „tugi milljóna“ eins og hann orðar það. Þetta gerir Bæring í færslu á Facebook síðu sinni.

Bæring sem er búsettur á Manila á Filipseyjum birtir mynd af tveimur pálmatrjám í garðinum sínum og segir að þau megi borgin eiga. Hann geti sent þau til Íslands í 20 feta gámi fyrir 200 þúsund krónur. „Var að tjékka á flutningskostnaðnum rétt áðan..... get sparað Reykjavíkurborg tugi milljóna með þessu. Bara láta mig vita, tekur 9 vikur í flutningum, verður komið í fyrstu vikunni í maí.“

Bæring er með þessu að tala, líklega í léttum dúr, inn í umræðu um útilistaverkið Pálma sem setja á upp í nýrri Vogabyggð ef allt gengur eftir. Það er hins vegar ofsögum sagt hjá Bæring að hann myndi með þessu spara borginni tugi milljóna. Samkvæmt kostnaðaráætluna kosta pálmatrén tvö sem stefnt er að því að setja upp um 1,5 milljónir króna svo sparnaður borgarinnar, ef rausnarlegu boði Bærings yrði tekið, væri um 1,3 milljónir króna. Mestur kostnaður við uppsetningu verksins er hins vegar fólgin í gróðurhúsunum eða stokkunum utan um þau, en hvor þeirra kostar um 43 milljónir króna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár