Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sár út í flokksfélaga og kallar eftir stuðningi við pálmatrén

„Þetta er ekki van­hugs­að held­ur er þetta út­pælt,“ skrif­ar Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á lok­uðu spjalli Sam­fylk­ing­ar­fólks um 140 millj­óna lista­verk í nýju íbúða­hverfi. „Þetta verð­ur frá­bært.“

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sár út í flokksfélaga og kallar eftir stuðningi við pálmatrén

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kvartar undan gagnrýni flokksfélaga sinna á áform borgarinnar um að gróðursetja tvö pálmatré í nýju íbúðahverfi austan Sæbrautar. Kostnaðurinn við listaverkið og framkvæmdirnar er alls 133 milljónir króna en þar af kosta pálmatrén vel á aðra milljón og gróðurhúsin 85,5 milljónir. 

Málið hefur vakið nokkra athygli undanfarna daga en Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður dómnefndarinnar sem valdi listaverkið, hefur sagt að pálmatrén verði „segull og kennileiti fyrir þetta hverfi“. Áformin hafa hlotið harða gagnrýni á lokuðu spjalli Samfylkingarfólks á Facebook þar sem Kristín Soffía finnur sig knúna til að bregðast við. 

„Ég verð að viðurkenna að umræðurnar hérna inni eru farnar að særa mig. Mér finnst leiðinlegt að sjá herferð minnihlutans gegn Samfylkingunni og Degi sérstaklega vera að ná rótum hér,“ skrifar hún og bendir á að hvergi á landinu hafi Samfylkingin náð eins viðvarandi árangri og í Reykjavík.

„Í Reykjavík er rekið jafnaðarsamfélag og það er Samfylkingunni að þakka. Hér eru lægstu álögur á börn og barnafólk, mest framboð af félagslegu húsnæði og sértækum búsetuúrræðum. Við veitum hæstu fjárhagsaðstoðina og hæstu sérstöku húsaleigubæturnar. Við erum eina sveitarfélagið og bara eini aðilinn sem sinnir málefnum heimilislausra og jaðarsettra og í ár er sett fordæmalaust mikið fjármagn í málaflokkinn.“

Hún segir flokksmenn geta verið stolta af árangrinum. Þá víkur hún að pálmatrjáalistaverkinu í Vogabyggð og bendir á að innheimt hafi verið innviðagjöld og aðeins litlum hluta þeirra verði varið til listar í almannarými. Þar hafi pálmatrjáaverkið unnið alþjóðlega samkeppni. „Áður en þið hoppið á þann vagn að kalla okkur byrði, vitleysinga, hálfvita, annað verra sem hefur fallið hérna inni þá skuluð þið endilega spá í það hvort það sé virkilega það sem við sem störfum fyrir Samfylkinguna í Reykjavík eigum skilið.“ 

Þá bætir Kristín Soffía við: „Já við viljum list í öll hverfi, nei við viljum ekki byggja upp fátækrahverfi. Kostnaðurinn verður sirka 0,2% af íbúðaverði. Já þetta verður frábært. Nei þetta er ekki stóra málið í stóra samhenginu en þetta er samt mikilvægt. Og nei þetta er ekki vanhugsað heldur er þetta útpælt. Við þurfum ykkar stuðning, mér finnst við eiga hann skilið því við erum jafnaðarmenn og höfum verið leiðandi í að innleiða áherslur jafnaðarmanna í Reykjavík og það sést.“ 

Ein Samfylkingarkonan sem leggur orð í belg segir að Braggamálið hafi vakið mikla óánægju í samfélaginu og þar hafi „stráin“ (höfundarréttarvarin dönsk strá sem kostuðu 757 þúsund krónur) aðeins verið toppurinn á ísjakanum. Nú sé svo komið að hlegið sé að Samfylkingarfólki á vinnustaðnum hennar. Kristín Soffía bregst við með þeim orðum að umræðan meðal Samfylkingarfólks sé síður en svo vinsamleg eða uppbyggileg. „Hér eru gífuryrði og upphrópanir og fyrirgefðu mér en mér finnst vont að við eigum ekki meiri inneign hjá ykkur en svo eftir öll þessi ár.“ 

„Hér eru gífuryrði og upphrópanir og fyrirgefðu mér en mér finnst vont að við eigum ekki meiri inneign hjá ykkur en svo eftir öll þessi ár“

Konan  segist ekki vilja særa neinn en biður þó um að hlustað sé á óánægjuraddir. „Hlusta á hvað? Eru skilaboðin hér sú að við viljum ekki fjárfesta í list? Eða bara öðruvísi list? Eigum við ekki að virða niðurstöður samkeppninnar eða eigum við bara að hafna listsköpun yfir höfuð?“ svarar Kristín Soffía og segir að einungis 0,3 prósentum af innviðagjöldunum hafi verið varið til listsköpunar í nýja íbúðarhverfinu. 

Jónína Rós Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, blandar sér í umræðuna og segist telja að heppilegra hefði verið að „bíða aðeins með að ræða þessi listaverk, við erum aðeins berskjölduð fyrir gagnrýni núna eftir stráin og braggann“. 

„Við erum aðeins berskjölduð fyrir
gagnrýni núna eftir stráin og braggann“

Kristín Soffía segir að vissulega sé „óheppilegt að tré hafi unnið [í hugmyndasamkeppni] eftir vandræðaleg strá“. Hins vegar finnist henni ómaklegt að „slátra“ borgarfulltrúum eftir þann góða árangur sem Samfylkingin hafi náð í rekstri  borgarinnar.

Samfylkingarmaður sem leggur orð í belg telur fráleitt að láta eins og dómnefndin og niðurstaða hennar hafi ekkert með Samfylkinguna að gera. „Hjálmar var beinlínis formaður nefndarinnar (það eitt og sér orkar jafnvel tvímælis). Hvað er langt þangað til DV eða eitthvað annað blað fer og kemst að því hvað hann var með á tímann fyrir að starfa í þessari dómnefnd? Er það stóra málið? Nei. Mun það hafa slæm áhrif á Samfylkinguna? Já.“ 

„Hvað er langt þangað til DV eða eitthvað annað blað fer og kemst að því hvað hann var með á tímann fyrir að starfa í þessari dómnefnd?“

Ein þeirra sem taka þátt í umræðunum veltir því upp hvort Samfylkingin þurfi ef til vill að beita „dýpri PR tækni við upplýsingagjöf – án þess að vera að spinna“ og beinir þeim skilaboðum til Péturs Ólafssonar, aðstoðarmanns borgarstjóra og Karenar Kjartansdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem barst fjölmiðlum dag kemur fram að samkvæmt áætlunum muni  Reykjavíkurborg fá tæpa sex milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingar í Vogabyggð, hinu nýja íbúðahverfi. „Verða þær tekjur notaðar til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk sem lóðarhafar greiða að jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg samkvæmt samningum.“ 

Bent er á að í samþykktum samningsmarkmiðum borgarinnar á nýbyggingarsvæðum sé ákvæði um að list í almenningsrýmum skuli fjármögnuð af lóðarhöfum. Er samið við hvern og einn lóðarhafa hversu hátt hlutfall þeir greiði til slíkra verka, aldrei minna en 50% og er fjármagnið eyrnamerkt listaverkum á svæðinu. Í því samhengi var Listasafni Reykjavíkur falið að halda alþjóðlega samkeppni um listaverk í Vogabyggð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár