Ísland er það ríki á Norðurlöndunum sem býr við mesta spillingu samkvæmt nýrri úttekt samtakanna Transparency International fyrir árið 2018.
Á svonefndum spillingarlista stofnunarinnar fá ríki stig, frá 0 upp í 100, eftir því hve mikil spilling er talin þrífast í opinbera geiranum. Byggt er á viðamiklum gögnum, skoðanakönnunum og svörum sérfræðinga og stjórnenda úr viðskiptalífinu við ítarlegum fyrirspurnum.
Ísland hefur sunkað lítillega niður í stigagjöf Transparency International undanfarin ár, um eitt stig á ári, úr 79 stigum fyrir árið 2015 í 76 stig fyrir árið 2018. Hinar Norðurlandaþjóðirnar, Danir, Finnar, Svíar og Norðmenn, tróna hins vegar efst á lista samtakanna ásamt Nýja Sjálandi, Singapúr og Sviss.

Athugasemdir