Ég man ekki hvernig ég komst í tæri við Stúlkuna á bláu hjólinu en strax á fyrstu blaðsíðum, 19 ára, varð ég dolfallin.
Bækurnar gerast á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og segja sögu Léu Délmas, 17 ára dóttur vínbónda nálægt Bordeux í Frakklandi; hvernig hún þroskast í gegnum stríðið, dregst inn í andspyrnuhreyfingu Frakka og byrjar að smygla leyniskilaboðum á bláa hjólinu sínu.
Rómantíkin, baráttuhugurinn og lýsingarnar á Frakklandi og París heilluðu mig svo að innan við tveimur mánuðum eftir að ég las bækurnar sótti ég um og var ráðin sem au-pair í París. Eftir á að hyggja var þetta ein besta ákvörðun sem ég hef tekið.
Athugasemdir