Deilurnar innan Valfells-fjölskyldunnar um yfirráðin yfir ættarauðnum fara til Hæstaréttar Íslands. Rétturinn veitti í lok desember áfrýjunarleyfi í máli þar sem Sveinn Valfells eldri, ásamt börnum sínum, Ársæli og Nönnu, stefnir Sveini Valfells, yngri syni sínum, út af riftingu hans á hluthafasamkomulagi í eignamiklu fyrirtæki, Kjörgarði, sem meðal annars á fasteignir í Skeifunni og á Laugavegi. Þetta kemur fram á vefsvæði Hæstaréttar Íslands.
Áralangar deilur um auð
Sveinn eldri og börn hans eiga eignarhaldsfélagið Kjörgarð ehf. með eldri bróður
Sveins eldri, sem heitir Ágúst, og hafa geisað deilur á milli þeirra á liðnum árum um yfirráð og rekstur þessara eigna. Sveinn yngri hefur hin síðari ár tekið afstöðu með Ágústi föðurbróður sínum en ekki föður sínum Sveini í deilunum um stýringu félagsins. Deilur bræðranna snúast meðal annars um breytingar á fasteigninni Kjörgarði en það var faðir þeirra, Sveinn …
Athugasemdir