Heygðu mitt hjarta við undað hné eftir Dee Brown hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana sem unglingur, en í henni segir af örlögum indíána í N-Ameríku á síðari hluta 19. aldar. Hvernig indíanar voru hraktir burt af löndum sínum, sviknir og stráfelldir. Þessi bók er sláandi, en upplýsandi og setur stöðu indíana í dag í samhengi, þegar lesið er í fortíðina.

Athugasemdir