Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Orðræða þingmannanna á Klaustri Bar minnir á stríðsorðfæri

Kon­ur í hópi póli­tískra and­stæð­inga smætt­að­ar nið­ur í kyn­ferð­is­leg við­föng og hót­an­ir um kyn­ferð­isof­beldi hafð­ar uppi. Kynja­fræð­ing­ar segja það ekki stand­ast skoð­un að orð­ræða sem þessi sé eins­dæmi. Þvert á móti sé hún allt um­lykj­andi í sam­fé­lag­inu.

Orðræða þingmannanna á Klaustri Bar minnir á stríðsorðfæri

Orðræða þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustri Bar 20. nóvember síðastliðinn minnir á orðfæri sem beitt er í stríði. Konur, sem þingmennirnir litu á sem andstæðinga sína, voru smættaðar niður í kynferðisleg viðföng og ofbeldishótanir hafðar í frammi, um að beita eigi konur sem ekki þýðist karlmennina kynferðislegu ofbeldi. „Þú getur riðið henni, skilurðu.“

Þetta er mat Þorgerðar Einarsdóttir, prófessors í kynjafræði við Háskóla Íslands. Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent í kynjafræði, tekur í sama streng og bendir einnig á að þrátt fyrir að nánast enginn vilji nú kannast við að tala með sama hætti og þingmennirnir töluðu, eða hafa orðið vitni að slíkum talsmáta, þá sé sams konar orðræða viðtekin og algeng vítt og breitt um samfélagið. Þannig hafi fyrir ekki svo mörgum árum verið gefin út bók, Mannasiðir Gillz, þar sem orðræðan er um margt mjög keimlík því sem fram kom á upptökunum af fundi þingmannanna á Klaustri. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár