Þegar ég var lítil fannst mér jólin ekki vera nógu oft. Alltof langur tími leið á milli þeirra og sorgin í janúar yfir því að allt væri búið var mikil, biðin í næstu jól var hafin og hún var löng.
Svo gerist eitthvað þegar maður eldist. Tíminn fer allt í einu að líða hraðar og mér finnst ég vera í stanslausu kappi við hann, hann nær mér alltaf. Eftir að börnin komu í heiminn ákvað tíminn svo að setja í 5. gír og bruna áfram, drífa þetta bara af. Jól, páskar, sumar, vetur og afmæli koma og fara eins og hendi sé veifað. Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta. Það er jú jákvætt að jólin eru stanslaust að koma, biðin er ekki löng eins og áður, maður rétt blikkar auga og það eru komin jól, aftur.
Amma og afi heitin voru mér afar kær og …
Athugasemdir