Ég hélt lengst af að það færi ekkert á milli mála að ljóðabók Steins Steinars, Tíminn og vatnið, væri ástarljóð uppfullt af söknuði og eftirsjá. Þannig las ég það þegar ég var unglingur og skildi það þá. Síðar las ég einhvers staðar að það væri frekar nýleg túlkun á bókinni, sem sýnir enn og einu sinni hversu ótrúlega margslungin og kynngimögnuð hún er. Tíminn og vatnið sparkaði íslenska kveðskapnum inn í atómið af slíkum krafti að hún framkallar enn sprengingar í hjarta mínu.

Athugasemdir