Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Ég er ekki hér til að fá einhver eftirmæli eftir mig“

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son seg­ir sig engu varða hvað um sig verði sagt þeg­ar yf­ir lýk­ur. Hann seg­ir það hlægi­lega fá­sinnu að halda því fram að Eim­reið­arklík­an hafi mark­visst stýrt Ís­landi eða rað­að í mik­il­væg embætti. Það svíði þeg­ar hann sé sagð­ur sér­stak­ur varð­hund­ur kyn­ferð­is­brota­manna en hann verði fyrst og fremst að fara að lög­um.

Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður, fyrrverandi hæstaréttardómari, góðvinur Davíðs Oddssonar og hluti af Eimreiðarhópnum sem hefur á að skipa sumum valdamestu manna á Íslandi á síðustu áratugum. Hann er líka einhver umdeildasti Íslendingur síðari tíma. Í nánast hvert skipti sem Jón Steinar stingur niður penna, opnar munninn eða þegar nafn hans ber á góma í opinberri umræðu upphefst orrahríð þar sem hann er gagnrýndur harkalega.

Og það er ekkert skrýtið því Jón Steinar sykurhúðar ekki skoðanir sínar. Hann hefur gagnrýnt menn, málefni og jafnvel vini sína af slíkri hörku að vinslit hafa orðið af. Hann skrifaði þannig heila bók þar sem hann tætti Hæstarétt í sig fyrir slugs, ómennsku og óvönduð vinnubrögð. Hann hefur aldrei skirrst við að verja menn sem aðrir veigruðu sér við að verja, taka málstað sem öðrum hefði ekki dottið í hug að taka. Þannig tók hann að sér mál dæmds barnaníðings sem vildi sækja lögmannsréttindi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár