Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Spyr hvort brenna eigi fleiri jarðneskar leifar

Andrés Ingi Jóns­son spyr dóms­mála­ráð­herra hversu mik­ið pláss þurfi und­ir kirkju­garða næstu ára­tug­ina og hvort til standi að auka hlut bálfara.

Spyr hvort brenna eigi fleiri jarðneskar leifar
Spyr um líkbrennslu Andrés Ingi hefur lagt fyrirspurn fyrir ráðherra um hlut líkbrennsla í útförum og hvort til standi að auka þann hlut á næstu árum. Mynd: vg.is

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, spyr hvort dómsmálaráðherra telji að auka eigi hlut bálfara af öllum útförum. Þetta kemur fram í skriflegri fyrirspurn hans á Alþingi.

Andrés spyr hvert hlutfall bálfara sé nú af öllum útförum og hvernig dómsmálaráðherra telji að auka megi hlut þeirra, ef ástæða sé til. Þá spyr hann hversu margar umsóknir hafi borist undanfarin fimm ár um dreifingu ösku utan kirkjugarða og hversu mörgum þeirra hafi verið synjað.

Loks spyr Andrés hvort ráðuneytið hafi metið hversu mikið pláss muni þurfa undir kirkjugarða og löggilta grafreiti næstu áratugi miðað við mannfjöldaspár.

Fyrirspurnin í heild sinni

     1.      Hversu hátt hefur hlutfall bálfara verið árlega af öllum útförum undanfarin fimm ár? 
     2.      Hversu margar umsóknir hafa borist árlega um dreifingu ösku utan kirkjugarða undanfarin fimm ár? Hversu mörgum þeirra hefur verið synjað? 
     3.      Hvaða skilgreiningu á öræfum og óbyggðum er stuðst við þegar leyfi er veitt fyrir því að dreifa ösku, sbr. lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, og reglugerð um dreifingu ösku utan kirkjugarðs, nr. 203/2003? 
     4.      Hefur ráðuneytið metið hversu mikið landrými þarf undir kirkjugarða og löggilta grafreiti næstu áratugi miðað við mannfjöldaspá? 
     5.      Telur ráðherra ástæðu til að auka hlut bálfara? Ef svo er, hvernig? 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár