Ég hef lengi haft miklar mætur á skáldsögu ítalska höfundarins Italo Calvino sem kom loks út fyrir þremur árum á íslensku undir heitinu Ef að vetrarnóttu ferðalangur, í ákaflega fimlegri þýðingu Brynju Cortés Andrésdóttur. Bókin er listilega smíðað verk þar sem Calvino sýnir vald sitt yfir ólíkum stílbrigðum og galdri skáldsögunnar á einstakan hátt þar sem leikgleði og hugkvæmni er hvert sem litið er. Aðalpersónan er lesandi í dauðaleit að bókinni sem hann ætlaði sér að lesa en hún reynist sýnd veiði en ekki gefin. Eitursnjöll saga um hið marglaga eðli skáldskaparins og litríkt ástarsamband höfundar og lesanda.

Athugasemdir