Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þrælahald á 21. öldinni

Er­lent verka­fólk er marg­falt fjöl­menn­ara en inn­fædd­ir íbú­ar í sum­um Persa­flóa­ríkj­um. Í Sádi-Ar­ab­íu var indó­nes­ísk kona, sem gegndi stöðu eins kon­ar ambátt­ar, tek­in af lífi fyr­ir morð á hús­bónd­an­um, sem hún seg­ir hafa beitt sig kyn­ferð­isof­beldi.

Tuti Tursilawati var ein af þeim tugum milljóna frá heimaslóðum sínum í Suðaustur-Asíu sem lagt hafa land undir fót í leit að atvinnu til að geta séð fjölskyldu sinni farboða. Hún var pöntuð af auðugri fjölskyldu í Sádí-Arabíu og yfirgaf heimili sitt í Indónesíu til að vinna sem heimilishjálp í Mekka.

Tuti TursilawatiVar tekin af lífi fyrir að hafa myrt vinnuveitanda sinn, sem hún segist hafa gert til að verjast nauðgun.

Þar var hún beitt miklu harðræði sem endaði með því að hún drap kúgara sinn þegar hann var að nauðga henni. Hún var handtekin, dæmd til dauða og höfuðið hoggið af henni nú á dögunum. Farandverkafólk er nánast réttindalaust í Sádí-Arabíu og mörgum öðrum löndum.

Þetta er því miður ekki einsdæmi heldur hluti af skipulagðri misnotkun á erlendu vinnuafli sem má í mörgum tilfellum lýsa sem þrælahaldi á 21. öldinni. Persaflóaríkin eru sérstaklega alræmd hvað þetta varðar og yfirvöld í Indónesíu og Filippseyjum (þaðan sem flestar konur og stúlkur eru ráðnar sem heimilishjálp) hafa lengi varað ríkisborgara sína við því að þiggja vinnu í íhaldssömum arabaríkjum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár