Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sólveig Anna segir Sirrý „fyrirlitlega manneskju“

Sjálf­stæð­is­kon­an Sirrý Hall­gríms­dótt­ir sak­ar Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, formann Efl­ing­ar, um að mis­beita valdi sínu til þess að Gunn­ar Smári Eg­ils­son kom­ist í 12 millj­arða króna sjóði Efl­ing­ar.

Sólveig Anna segir Sirrý „fyrirlitlega manneskju“
Sólveig Anna Jónsdóttir Var óvænt kjörin formaður Eflingar með miklum yfirburðum í fyrra, en hefur kvartað undan skoðanaskrifum í Fréttablaðinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þessi fyrirlitlega manneskja ásakar mig um óheiðarleika og glæpaeðli,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins Eflingar, um pistlahöfundinn Sirrý Hallgrímsdóttur, sem færir fram ásakanir á hendur verkalýðsforystunni og kenningu um áhrif Gunnars Smára Egilssonar í bakpistli sínum í Fréttablaðinu í dag. 

Í pistlinum sakar Sirrý stjórnendur Eflingar um að hafa „sent gjaldkerann í veikindaleyfi“ til að Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi útgefanda Fréttablaðsins og Fréttatímans og einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands, gæti komist í 12 milljarða króna sjóði Eflingar. 

„Andlegur leiðtogi þessarar hreyfingar virðist vera Gunnar Smári Egilsson sem áður hafði nokkuð óhindraðan aðgang að sjóðum auðmanna. Nú er Gunnar Smári búinn að finna nýjan sjóð, verkalýðsfélagið Efling situr á 12 milljörðum sem nýta má til ýmissa verka. Það þurfti bara að senda gjaldkerann í veikindaleyfi, hún virtist ekki skilja fínni blæbrigði byltingarinnar,“ skrifar Sirrý. 

Sólveig Anna svarar af hörku og kvartar undan „ógeði“ og „þvaðri“. „Nú hefur gáfnaljósið Sirrý Hallgrímsdóttir ákveðið að taka þátt í ógeðinu með því að taka undir lygarnar og þvaðrið úr fólki sem þolir ekki að verka og láglaunafólk krefjist þess að vera metið að verðleikum í íslensku samfélagi. Þessi fyrirlitlega manneskja ásakar mig um óheiðarleika og glæpaeðli. Í raun er hún að ásaka mig um þjófnað; að hin raunverulega ástæða fyrir því að ég hafi gefið kost á mér sem formaður Eflingar hafi verið til að svíkja og pretta og stela. Það er ótrúlegt að þurfa að sitja undir uppspuna og deleríngum í fólki með skerta siðferðiskennd, en ég segi aftur: Hér fáum við ótrúlegt tækifæri til að upplifa hvernig borgarastéttin tjúllast þegar að henni er sótt og þegar fólk ákveður að hætta að bugta sig og beygja fyrir mannfjandsamlegum efnahagslögmálum hennar,“ segir Sólveig Anna.

Forsaga ásökunar Sirrýjar eru átök á skrifstofu Eflingar í tengslum við reikning frá Öldu Lóu Leifsdóttir, ljósmyndara og eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, vegna verkefnisins Fólkið í Eflingu, sem birtist á vef Eflingar. Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins neitaði fjármálastjóri að staðfesta reikning hennar, og fór í kjölfarið í veikindaleyfi. Eftir það færði Gunnar Smári Egilsson fram ásakanir á hendur fjármálastjóranum, þess efnis að hún hefði beint viðskiptum til eiginmanns síns fyrir hönd Eflingar. Í yfirlýsingu frá Sólveigu Önnu kom fram að fréttaflutningur Morgunblaðsins af málinu væri rangur, að stjórn hefði samþykkt reikninga Öldu Lóu og fjármálastjórinn hefði ekki hafnað að greiða þá.

Pistill SirrýjarHöfundur bankþanka Fréttablaðsins ásakar forystu Eflingar.

Sirrý Hallgrímsdóttir hefur í gegnum árin tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, og meðal annars gegnt formennsku í Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, verið formaður Upplýsinga- og fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins, setið í miðstjórn og var um skeið varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þá var hún ráðin aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, árið 2013.

Sólveig Anna sagði nýverið að Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, væri einn af „óvinum vinnandi stétta“ og að hann væri handbendi húsbónda síns, vegna leiðaraskrifa Harðar í Fréttablaðinu, þar sem hann sagði kröfur Starfsgreinasambandsins vegna kjarasamninga vera „sturlaðar“. Hörður hefur nú skrifað þrjá leiðara í röð þar sem hann gagnrýnir kröfur launþega um töluverðar kjarabætur.

Hér er færsla Sólveigar Önnu í heild sinni:

„Enn og aftur er viðbjóðslegur áróður um mig og Eflingu borinn inn á heimili fólks með Fréttablaðinu. Nú hefur gáfnaljósið Sirrý Hallgrímsdóttir ákveðið að taka þátt í ógeðinu með því að taka undir lygarnar og þvaðrið úr fólki sem þolir ekki að verka og láglaunafólk krefjist þess að vera metið að verðleikum í íslensku samfélagi. 

Þessi fyrirlitlega manneskja ásakar mig um óheiðarleika og glæpaeðli. Í raun er hún að ásaka mig um þjófnað; að hin raunverulega ástæða fyrir því að ég hafi gefið kost á mér sem formaður Eflingar hafi verið til að svíkja og pretta og stela. Það er ótrúlegt að þurfa að sitja undir uppspuna og deleríngum í fólki með skerta siðferðiskennd, en ég segi aftur: Hér fáum við ótrúlegt tækifæri til að upplifa hvernig borgarastéttin tjúllast þegar að henni er sótt og þegar fólk ákveður að hætta að bugta sig og beygja fyrir mannfjandsamlegum efnahagslögmálum hennar. 

Allt um hið sanna eðli þess sem skrifar opinberast í soranum: 

Viljinn til að ljúga, viljinn til að hræða, viljinn til að leita allra leiða til að sabótera baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Og viljinn til að notast við þetta ógeðslega og ódýra bragð fólks sem einskis svífst: 

Að reyna að etja saman stétt verka og láglaunafólks og þeim háskólamenntuðu í samfélaginu með því að draga ljósmæður inn í aumkunarvert skítkastið, með því að ganga út frá því að ljósmæður muni ekki standa með fólki sem ekki hefur háskólamenntun þegar það krefst þess að hér verði byggt upp gott og öruggt húsnæðiskerfi, að hér verði skattbyrgðinni létt af lágtekjuhópunum, að hér fái fólk laun sem duga til að lifa mannsæmandi tilveru. 

Ég fullyrði: Ljósmæður, eins og annað eðlilegt fólk með eðlilega siðferðiskennd í íslensku samfélagi, munu standa með okkur í baráttunni. Af því að þær, eins og allt eðlilega innréttað fólk, gera sér grein fyrir því að gott og mannvænt samfélag byggist upp á því að fólk hafi það gott, að fólk lifi við öryggi, að fólk sleppi við vinnu-þrælkun (sem er staðan eins og hún er fyrir það fólk sem getur ekki lifað af dagvinnulaunum sínum og þarf því að vera í aukavinnu og yfirvinnu og þriðju vinnu) og að fólk þurfi ekki að sætta sig það að hér sé heilbrigðiskerfið niðurskorið og velferðarkerfið svelt svo að auðstéttin, vinir Sirrýar, geti áfram komið sér undan því að taka þátt í því að reka samfélag, geti haldið áfram að senda peninga í skattaskjól, geti haldið áfram að skipta krónueignum í erlendan gjaldeyri og með því að fella gengi krónunnar og svo mætti lengi lengi lengi telja.

Í alvöru talað: hvernig dirfist þessi kona að reyna að ata mig aur? Hvernig dirfist hún að reyna að hræða fólk sem starfar á íslenskum vinnumarkaði til hlýðni? Hvernig dirfist hún að reyna að láta eins og ég hafi gerst sek um einhvern glæp? 

Ég ætla sjálf að svara. Sennilegasta útskýringin er sú í þeirri veröld sem hún byggir, þeirri veröld sem félagar hennar byggja þykir ekkert sjálfsagðara en að ásælast sjóði og gera hvað sem er til að komast að þeim. Í þeirri veröld þykir ekkert sjálfsagðara en að láta fégræðgina stýra öllum sínum gjörðum. Í þeirri veröld þykir ekkert tiltökumál að stunda fyrirtækjagripdeildir, skattsvik, fjárplógstarfsemi og síðast en ekki síst þykir í þeirri veröld ekkert sjálfsagðar en að kokka upp eitt stórfenglegasta bankahrun mannkynssögunnar með einbeittum brotavilja og einbeittu skeytingarleysi fyrir hagsmunum almennings.

Sirrý mun eflaust aldrei skilja að fólk geri hluti vegna einhvers annars en gróðamöguleikanna og fégræðginnar. Hún mun eflaust aldrei skilja að réttlætiskennd og löngum í að fá að vera eitthvað annað og meira en vinnuafl á útsöluverði geti stýrt gjörðum fólks. Hún mun eflaust aldrei skilja að nýfrjálshyggjan, hugmyndafræðin sem hún aðhyllist, veki andstyggð hjá fólki sem hefur verið neytt til að lifa við hennar grimmu og mannfjandsamlegu lögmál. Hún mun aldrei skilja þá tilfinningu sem fylgir því að lifa og starfa í áratug á íslenskum vinnumarkaði þar sem þú veist að hin smánarlegu laun sem þú færð lögð inn á heimabankann þinn munu aldrei nokkurn tímann duga til þess að sjá fyrir þér og börnum þínum. Hún mun aldrei skilja þessa tilfinningu af því hún er ófær um að setja sig í spor annara, er aðeins fær um að klína sínum sjúku hugmyndum um mannlegt eðli yfir á fólk sem gerðist sekt um þann hræðilega glæp, greinilega einn af þeim stærstu í íslensku samfélagi, að sigra með yfirburðum í lýðræðislegum kosningum um hverjir ættu að leiða baráttu verkalýðsfélags. 

Sumt fólk er einfaldlega þannig innréttað að meira að segja leikreglur lýðræðisins eru þeim óskiljanlegar. Það er leiðinlegt fyrir okkur hin en við getum þá í það minnsta glatt okkur við að vera sjálf með sæmilega gagnlegan siðferðisáttavita. Það eru greinilega ekki allir svo heppnir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
1
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
2
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
9
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
10
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár