
Mynd: Gu?r?n Vilmundard?ttir
Skáldsagan Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur er ógleymanleg lesning að mínu mati. Aðalpersónan er krabbameinslæknir sem er afar farsæll í starfi en þegar maðurinn sem misnotaði hann kynferðislega í æsku kemur til hans í krabbameinsmeðferð vakna vondar tilfinningar og hann fer að efast um hæfni sína til að annast sjúklinginn. Sagan vekur margar siðferðislegar spurningar um samband lækna við sjúklinga sína og sýnir hversu mikilvægt það hlýtur að vera fyrir báða aðila að tengslin þeirra á milli séu góð.
Athugasemdir