Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bragginn sem borgin fær að borga fyrir

Vig­dís Hauks­dótt­ir seg­ir að Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri beri ábyrgð á framúr­keyrslu, röng­um upp­lýs­ing­um og lög­brot­um. Ey­þór Arn­alds vill að Dag­ur segi af sér.

Endurbætur og uppbygging á bragga, náðhúsi og skemmu í Nauthólsvík, bygginga sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, hafa þegar farið tæpar 260 milljónir fram úr frumkostnaðaráætlun. Framkvæmdum við byggingarnar er ekki enn lokið og því ljóst að enn á eftir að bætast ofan á kostnaðinn, sem þegar er orðinn 415 milljónir króna. Ýmsar kostnaðartölur þykja yfirgengilegar, og þá þótti steininn taka úr þegar upplýst var að innflutt strá frá Danmörku kostuðu tæpar 800 þúsund krónur, ekki síst í ljósi þess að umrædd strá munu vaxa í breiðum víða hér á landi.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur gagnrýnt óráðsíuna harkalega og bent á að lög hafi verið brotin með því að búið hafi verið að greiða reikninga án þess að fyrir því hafi legið heimild frá borgarráði. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, kallaði í gærmorgun eftir því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segði af sér vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár