Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðstoðar fyrirtæki í jafnréttismálum

Sól­ey Tóm­as­dótt­ir hef­ur stofn­að ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­ið Just. Hún býð­ur upp á kynn­ing­ar og nám­skeið til að skapa vinnu­að­stæð­ur í fyr­ir­tækj­um þar sem öllu starfs­fólki líð­ur vel.

Aðstoðar fyrirtæki í jafnréttismálum
Sóley Tómasdóttir Telur þörf fyrir sérfræðiþekkingu á sviði jafnréttis og fjölbreytileikamála. Býður upp á þjónustu til fyrirtækja um hvernig hægt er að laga það sem er að. Mynd: VG

Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur stofnað ráðgjafarfyrirtækið Just úti í Hollandi. Samkvæmt vefsíðunni mun fyrirtækið bjóða ráð og stuðning til fyrirtækja um hvernig hægt er að fagna fjölbreytileika og forðast skaðleg félagsleg norm. „Í rauninni að búa til fyrirtæki í kringum þá þekkingu og reynslu sem ég hef aflað mér í gegnum tíðina,“ segir Sóley í samtali við Stundina. 

„Ég held og finn að það er mikil þörf fyrir sérfræðiþekkingu á sviði jafnréttis og fjölbreytileikamála í fyrirtækjum. Atburðir undanfarinna missera hafa sýnt það hvað kynjajafnrétti varðar en það varðar líka aðra hópa. Ég er í raun bara að bjóða fram aðstoð mína til að fyrirtæki geti skapað vinnuaðstæður þar sem öllu starfsfólki líður vel.“

Sóley flutti til Hollands árið 2016 og útskrifaðist með mastersgráðu í kynja- og jafnréttisfræðum við Radboud-háskólann í ár. 

Fyrirtækið mun þjónusta Holland og Ísland til að byrja með og talar Sóley um áhugaverðan mun …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu