Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur stofnað ráðgjafarfyrirtækið Just úti í Hollandi. Samkvæmt vefsíðunni mun fyrirtækið bjóða ráð og stuðning til fyrirtækja um hvernig hægt er að fagna fjölbreytileika og forðast skaðleg félagsleg norm. „Í rauninni að búa til fyrirtæki í kringum þá þekkingu og reynslu sem ég hef aflað mér í gegnum tíðina,“ segir Sóley í samtali við Stundina.
„Ég held og finn að það er mikil þörf fyrir sérfræðiþekkingu á sviði jafnréttis og fjölbreytileikamála í fyrirtækjum. Atburðir undanfarinna missera hafa sýnt það hvað kynjajafnrétti varðar en það varðar líka aðra hópa. Ég er í raun bara að bjóða fram aðstoð mína til að fyrirtæki geti skapað vinnuaðstæður þar sem öllu starfsfólki líður vel.“
Sóley flutti til Hollands árið 2016 og útskrifaðist með mastersgráðu í kynja- og jafnréttisfræðum við Radboud-háskólann í ár.
Fyrirtækið mun þjónusta Holland og Ísland til að byrja með og talar Sóley um áhugaverðan mun …
Athugasemdir