Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

Varð bróð­ur sín­um að bana að­faranótt laug­ar­dags 31. mars. Bar fyr­ir sig minn­is­leysi þrátt fyr­ir að hafa lýst átök­um í sím­tali við lög­reglu um morg­un­inn.

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
Ragnar Lýðsson Lést eftir ítrekuð högg frá bróður sínum. Mynd: Úr einkasafni

Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, sem átti sér stað þann 31. mars síðastliðinn. Einnig er hann dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna í miskabætur, en Ragnar átti fjögur uppkomin börn.

Aðalmeðferð í málinu hófst 27. ágúst þar sem fjöldi vitna fluttu framburð sinn fyrir dómi, þar á meðal björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang. Valur hringdi á Neyðarlínuna þegar hann kom að Ragnari látnum um morguninn, og var hann handtekinn skömmu síðar.

Ummerki á staðnum bentu til þess að átök hefðu átt sér stað og að vegið hefði veriðð að Ragnari með höggum og spörkum. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sagði að mati ákæruvaldsins væri sekt Vals sönnuð. Krafðist hún sextán ára fangelsis fyrir verknaðinn. 

Dómari dæmdi Val fyrir líkamsárás sem leiddi Ragnar til dauða. 

Bar við minnisleysi

Valur hélt fram minnisleysi við atburðinn vegna mikillar ölvunar. Þeir sátu ásamt þriðja bróður sínum Erni við drykkju að kvöldi föstudagsins langa. Sterkt áfengi hafi verið í boði sem Valur kaus að drekka í tilefni heimsóknar bræðranna, þrátt fyrir að hafa gefið upp drykkju þrem mánuðum áður, að eigin sögn. 

Örn fór upp í rúm um tíuleytið en Ragnar og Valur héldu áfram að drekka og spjalla. Þegar Valur lýsti yfir áformum sínum um að færa bæjarstæðið á Ragnar að hafa brugðist illa við, en Valur segist ekki muna meira. Hann hafi vaknað morguninn eftir grunlaus um að eitthvað hafi gerst og fundið Ragnar látinn í þvottahúsinu.

Mismunandi framburður Vals

Í símtali við Neyðarlínuna sagði Valur hins vegar að þeir bræðurnir hefðu tekist á eftir að Ragnar varð brjálaður. Engin frekari útskýring var gefin á því, en þar kom fram að á meðal þess sem bar á góma var lán sem Ragnar hefði fengið hjá Val, ásamt hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið. Ragnar hefði brugðist illa við þessum umræðum. 

Þessi vitnisburður breyttist samdægurs við yfirheyrslu lögreglu. Í kjölfarið hefur Valur haldið fram sama vitnisburði, að hann muni ekkert eftir atburðinum, fyrir utan reiðilegt andlit Ragnars sem glefsist upp í minnisleysinu, en hverfi svo. Lögreglan sagði að vitnisburðurinn væri ótrúverðugur og hvorki í samræmi við símtal Vals við Neyðarlínuna né verksummerki. 

Sérfræðingar hafa haldið því fram að Valur sýni engin merki um vitglöp eða neitt sem skýrir minnisleysi hans. 

Bæði Valur og Örn voru handteknir, en Örn látinn laus eftir skýrslutöku. Valur sat í gæsluvarðhaldi allt þangað til dómur féll. Örn kaus að gefa ekki skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár