Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

Varð bróð­ur sín­um að bana að­faranótt laug­ar­dags 31. mars. Bar fyr­ir sig minn­is­leysi þrátt fyr­ir að hafa lýst átök­um í sím­tali við lög­reglu um morg­un­inn.

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
Ragnar Lýðsson Lést eftir ítrekuð högg frá bróður sínum. Mynd: Úr einkasafni

Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, sem átti sér stað þann 31. mars síðastliðinn. Einnig er hann dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna í miskabætur, en Ragnar átti fjögur uppkomin börn.

Aðalmeðferð í málinu hófst 27. ágúst þar sem fjöldi vitna fluttu framburð sinn fyrir dómi, þar á meðal björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang. Valur hringdi á Neyðarlínuna þegar hann kom að Ragnari látnum um morguninn, og var hann handtekinn skömmu síðar.

Ummerki á staðnum bentu til þess að átök hefðu átt sér stað og að vegið hefði veriðð að Ragnari með höggum og spörkum. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sagði að mati ákæruvaldsins væri sekt Vals sönnuð. Krafðist hún sextán ára fangelsis fyrir verknaðinn. 

Dómari dæmdi Val fyrir líkamsárás sem leiddi Ragnar til dauða. 

Bar við minnisleysi

Valur hélt fram minnisleysi við atburðinn vegna mikillar ölvunar. Þeir sátu ásamt þriðja bróður sínum Erni við drykkju að kvöldi föstudagsins langa. Sterkt áfengi hafi verið í boði sem Valur kaus að drekka í tilefni heimsóknar bræðranna, þrátt fyrir að hafa gefið upp drykkju þrem mánuðum áður, að eigin sögn. 

Örn fór upp í rúm um tíuleytið en Ragnar og Valur héldu áfram að drekka og spjalla. Þegar Valur lýsti yfir áformum sínum um að færa bæjarstæðið á Ragnar að hafa brugðist illa við, en Valur segist ekki muna meira. Hann hafi vaknað morguninn eftir grunlaus um að eitthvað hafi gerst og fundið Ragnar látinn í þvottahúsinu.

Mismunandi framburður Vals

Í símtali við Neyðarlínuna sagði Valur hins vegar að þeir bræðurnir hefðu tekist á eftir að Ragnar varð brjálaður. Engin frekari útskýring var gefin á því, en þar kom fram að á meðal þess sem bar á góma var lán sem Ragnar hefði fengið hjá Val, ásamt hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið. Ragnar hefði brugðist illa við þessum umræðum. 

Þessi vitnisburður breyttist samdægurs við yfirheyrslu lögreglu. Í kjölfarið hefur Valur haldið fram sama vitnisburði, að hann muni ekkert eftir atburðinum, fyrir utan reiðilegt andlit Ragnars sem glefsist upp í minnisleysinu, en hverfi svo. Lögreglan sagði að vitnisburðurinn væri ótrúverðugur og hvorki í samræmi við símtal Vals við Neyðarlínuna né verksummerki. 

Sérfræðingar hafa haldið því fram að Valur sýni engin merki um vitglöp eða neitt sem skýrir minnisleysi hans. 

Bæði Valur og Örn voru handteknir, en Örn látinn laus eftir skýrslutöku. Valur sat í gæsluvarðhaldi allt þangað til dómur féll. Örn kaus að gefa ekki skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár