Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

Varð bróð­ur sín­um að bana að­faranótt laug­ar­dags 31. mars. Bar fyr­ir sig minn­is­leysi þrátt fyr­ir að hafa lýst átök­um í sím­tali við lög­reglu um morg­un­inn.

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
Ragnar Lýðsson Lést eftir ítrekuð högg frá bróður sínum. Mynd: Úr einkasafni

Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, sem átti sér stað þann 31. mars síðastliðinn. Einnig er hann dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna í miskabætur, en Ragnar átti fjögur uppkomin börn.

Aðalmeðferð í málinu hófst 27. ágúst þar sem fjöldi vitna fluttu framburð sinn fyrir dómi, þar á meðal björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang. Valur hringdi á Neyðarlínuna þegar hann kom að Ragnari látnum um morguninn, og var hann handtekinn skömmu síðar.

Ummerki á staðnum bentu til þess að átök hefðu átt sér stað og að vegið hefði veriðð að Ragnari með höggum og spörkum. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sagði að mati ákæruvaldsins væri sekt Vals sönnuð. Krafðist hún sextán ára fangelsis fyrir verknaðinn. 

Dómari dæmdi Val fyrir líkamsárás sem leiddi Ragnar til dauða. 

Bar við minnisleysi

Valur hélt fram minnisleysi við atburðinn vegna mikillar ölvunar. Þeir sátu ásamt þriðja bróður sínum Erni við drykkju að kvöldi föstudagsins langa. Sterkt áfengi hafi verið í boði sem Valur kaus að drekka í tilefni heimsóknar bræðranna, þrátt fyrir að hafa gefið upp drykkju þrem mánuðum áður, að eigin sögn. 

Örn fór upp í rúm um tíuleytið en Ragnar og Valur héldu áfram að drekka og spjalla. Þegar Valur lýsti yfir áformum sínum um að færa bæjarstæðið á Ragnar að hafa brugðist illa við, en Valur segist ekki muna meira. Hann hafi vaknað morguninn eftir grunlaus um að eitthvað hafi gerst og fundið Ragnar látinn í þvottahúsinu.

Mismunandi framburður Vals

Í símtali við Neyðarlínuna sagði Valur hins vegar að þeir bræðurnir hefðu tekist á eftir að Ragnar varð brjálaður. Engin frekari útskýring var gefin á því, en þar kom fram að á meðal þess sem bar á góma var lán sem Ragnar hefði fengið hjá Val, ásamt hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið. Ragnar hefði brugðist illa við þessum umræðum. 

Þessi vitnisburður breyttist samdægurs við yfirheyrslu lögreglu. Í kjölfarið hefur Valur haldið fram sama vitnisburði, að hann muni ekkert eftir atburðinum, fyrir utan reiðilegt andlit Ragnars sem glefsist upp í minnisleysinu, en hverfi svo. Lögreglan sagði að vitnisburðurinn væri ótrúverðugur og hvorki í samræmi við símtal Vals við Neyðarlínuna né verksummerki. 

Sérfræðingar hafa haldið því fram að Valur sýni engin merki um vitglöp eða neitt sem skýrir minnisleysi hans. 

Bæði Valur og Örn voru handteknir, en Örn látinn laus eftir skýrslutöku. Valur sat í gæsluvarðhaldi allt þangað til dómur féll. Örn kaus að gefa ekki skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
4
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár