Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðeins fjögur prósent kynna sér helst fréttir í dagblöðum

Helm­ing­ur þjóð­ar­inn­ar sæk­ir helst frétt­ir af vef­síð­um fréttamiðla. Hverf­andi hlut­ur ungs fólks kynn­ir sér helst frétt­ir í sjón­varpi, út­varpi eða dag­blöð­um.

Aðeins fjögur prósent kynna sér helst fréttir í dagblöðum
Fáir leita helst í dagblöðin Aðeins fjögur prósent landsmanna leita helst í dagblöð til að kynna sér fréttir.

Helmingur landsmanna sækir sér helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla og níu prósent landsmanna sækja fréttir sínar af samfélagsmiðlum. Verulegur kynslóðamunur er á neyslu frétta landsmanna. Þannig sækir elsti aldurshópurinn sér fréttir úr sjónvarpi í miklum mæli en yngsti aldurshópurinn nánast ekki í neinum mæli. Þá eru segjast aðeins fjögur prósent sækja sér fréttir í dagblöð.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar MMR á því hvert Íslendingar sækja sér helst fréttir. Þar kemur í ljós að þó helmingur landsmanna sæki fréttir af vefsíðum fréttamiðla fer hlutfallið lækkandi með aldri. Aðeins 15 prósent þeirra sem eru 68 ára og eldri sækja sér þannig fréttir af vefsíðum fréttamiðlanna á meðan að hlutfallið er 62 prósent í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára.

18 prósent svöruðu því til að þeir sæktu sér helst fréttir í sjónvarpi en þar er sem fyrr segir gríðarlegur kynslóðamunur. Svarendur í elsta aldurshópnum sóttu sér helst fréttir í sjónvarp, eða í 43 prósentum tilfella. Í yngsta aldurshópnum hins vegar var varla nokkur sem sótti sér fréttir í gegnum sjónvarp, aðeins 2 prósent sögðust helst sækja sér fréttir þaðan.

Þá sögðust 9 prósent einkum sækja sér fréttir í útvarp og var elsti aldurshópurinn líklegastur til þess en 26 prósent svarenda 68 ára gamalla og eldri sóttu fréttir sínar einkum þangað. Aðeins 1 prósent yngsta hópsins gerði það hins vegar.

9 prósent sögðust helst sækja sér fréttir á samfélagsmiðla og voru konur mun líklegri til þess en karlar. Þrettán prósent kvenna sögðust helst sækja sér fréttir af samfélagsmiðlum en aðeins fimm prósent karla. Þá var yngra fólk einnig mun líklegra en hinir eldri til þess.

Athygli vekur að einungis 4 prósent aðspurðra sögðust sækja sér fréttir í dagblöð. Þar var elsti aldushópurinn líklegastur en þó svöruðu aðeins 12 prósent aðspurðra því til að það væri helsti vettvangur þeirra til að kynna sér fréttir. Yngsti aldurshópurinn aftur á móti les varla fréttir í blöðum, aðeins eitt prósent svarenda sögðust sækja fréttir þangað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár