Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðeins fjögur prósent kynna sér helst fréttir í dagblöðum

Helm­ing­ur þjóð­ar­inn­ar sæk­ir helst frétt­ir af vef­síð­um fréttamiðla. Hverf­andi hlut­ur ungs fólks kynn­ir sér helst frétt­ir í sjón­varpi, út­varpi eða dag­blöð­um.

Aðeins fjögur prósent kynna sér helst fréttir í dagblöðum
Fáir leita helst í dagblöðin Aðeins fjögur prósent landsmanna leita helst í dagblöð til að kynna sér fréttir.

Helmingur landsmanna sækir sér helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla og níu prósent landsmanna sækja fréttir sínar af samfélagsmiðlum. Verulegur kynslóðamunur er á neyslu frétta landsmanna. Þannig sækir elsti aldurshópurinn sér fréttir úr sjónvarpi í miklum mæli en yngsti aldurshópurinn nánast ekki í neinum mæli. Þá eru segjast aðeins fjögur prósent sækja sér fréttir í dagblöð.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar MMR á því hvert Íslendingar sækja sér helst fréttir. Þar kemur í ljós að þó helmingur landsmanna sæki fréttir af vefsíðum fréttamiðla fer hlutfallið lækkandi með aldri. Aðeins 15 prósent þeirra sem eru 68 ára og eldri sækja sér þannig fréttir af vefsíðum fréttamiðlanna á meðan að hlutfallið er 62 prósent í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára.

18 prósent svöruðu því til að þeir sæktu sér helst fréttir í sjónvarpi en þar er sem fyrr segir gríðarlegur kynslóðamunur. Svarendur í elsta aldurshópnum sóttu sér helst fréttir í sjónvarp, eða í 43 prósentum tilfella. Í yngsta aldurshópnum hins vegar var varla nokkur sem sótti sér fréttir í gegnum sjónvarp, aðeins 2 prósent sögðust helst sækja sér fréttir þaðan.

Þá sögðust 9 prósent einkum sækja sér fréttir í útvarp og var elsti aldurshópurinn líklegastur til þess en 26 prósent svarenda 68 ára gamalla og eldri sóttu fréttir sínar einkum þangað. Aðeins 1 prósent yngsta hópsins gerði það hins vegar.

9 prósent sögðust helst sækja sér fréttir á samfélagsmiðla og voru konur mun líklegri til þess en karlar. Þrettán prósent kvenna sögðust helst sækja sér fréttir af samfélagsmiðlum en aðeins fimm prósent karla. Þá var yngra fólk einnig mun líklegra en hinir eldri til þess.

Athygli vekur að einungis 4 prósent aðspurðra sögðust sækja sér fréttir í dagblöð. Þar var elsti aldushópurinn líklegastur en þó svöruðu aðeins 12 prósent aðspurðra því til að það væri helsti vettvangur þeirra til að kynna sér fréttir. Yngsti aldurshópurinn aftur á móti les varla fréttir í blöðum, aðeins eitt prósent svarenda sögðust sækja fréttir þangað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
5
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár