Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðeins fjögur prósent kynna sér helst fréttir í dagblöðum

Helm­ing­ur þjóð­ar­inn­ar sæk­ir helst frétt­ir af vef­síð­um fréttamiðla. Hverf­andi hlut­ur ungs fólks kynn­ir sér helst frétt­ir í sjón­varpi, út­varpi eða dag­blöð­um.

Aðeins fjögur prósent kynna sér helst fréttir í dagblöðum
Fáir leita helst í dagblöðin Aðeins fjögur prósent landsmanna leita helst í dagblöð til að kynna sér fréttir.

Helmingur landsmanna sækir sér helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla og níu prósent landsmanna sækja fréttir sínar af samfélagsmiðlum. Verulegur kynslóðamunur er á neyslu frétta landsmanna. Þannig sækir elsti aldurshópurinn sér fréttir úr sjónvarpi í miklum mæli en yngsti aldurshópurinn nánast ekki í neinum mæli. Þá eru segjast aðeins fjögur prósent sækja sér fréttir í dagblöð.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar MMR á því hvert Íslendingar sækja sér helst fréttir. Þar kemur í ljós að þó helmingur landsmanna sæki fréttir af vefsíðum fréttamiðla fer hlutfallið lækkandi með aldri. Aðeins 15 prósent þeirra sem eru 68 ára og eldri sækja sér þannig fréttir af vefsíðum fréttamiðlanna á meðan að hlutfallið er 62 prósent í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára.

18 prósent svöruðu því til að þeir sæktu sér helst fréttir í sjónvarpi en þar er sem fyrr segir gríðarlegur kynslóðamunur. Svarendur í elsta aldurshópnum sóttu sér helst fréttir í sjónvarp, eða í 43 prósentum tilfella. Í yngsta aldurshópnum hins vegar var varla nokkur sem sótti sér fréttir í gegnum sjónvarp, aðeins 2 prósent sögðust helst sækja sér fréttir þaðan.

Þá sögðust 9 prósent einkum sækja sér fréttir í útvarp og var elsti aldurshópurinn líklegastur til þess en 26 prósent svarenda 68 ára gamalla og eldri sóttu fréttir sínar einkum þangað. Aðeins 1 prósent yngsta hópsins gerði það hins vegar.

9 prósent sögðust helst sækja sér fréttir á samfélagsmiðla og voru konur mun líklegri til þess en karlar. Þrettán prósent kvenna sögðust helst sækja sér fréttir af samfélagsmiðlum en aðeins fimm prósent karla. Þá var yngra fólk einnig mun líklegra en hinir eldri til þess.

Athygli vekur að einungis 4 prósent aðspurðra sögðust sækja sér fréttir í dagblöð. Þar var elsti aldushópurinn líklegastur en þó svöruðu aðeins 12 prósent aðspurðra því til að það væri helsti vettvangur þeirra til að kynna sér fréttir. Yngsti aldurshópurinn aftur á móti les varla fréttir í blöðum, aðeins eitt prósent svarenda sögðust sækja fréttir þangað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu