Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir vel hægt að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum án stífra fjármagnshafta

Agn­ar Tóm­as Möller, fram­kvæmda­stjóri sjóða hjá GAMMA, seg­ir menn gjarna á að fara í skot­graf­ir í um­ræð­unni um inn­flæð­is­höft Seðla­bank­ans.

Segir vel hægt að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum án stífra fjármagnshafta

Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir umræðuna um innflæðishöft Seðlabankans litast af því að menn fari í skotgrafir í stað þess að ræða kosti og galla þess að höftunum sé beitt. 

Stundin fjallaði um innflæðishöftin á dögunum og háværa gagnrýni fólks úr fjármálageiranum, meðal annars stjórnenda GAMMA, sem telja höftin leiða til lakari vaxtakjara og draga úr verðmætasköpun og hvetja eindregið til þess að þeim verði aflétt. 

Í umfjöllun Stundarinnar var meðal annars rætt við Gylfa Magnússon, formann bankaráðs Seðlabankans og dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem telur innflæðishöftin mikilvæg til að tempra innflæði erlends skammtímafjármagns sem leitar til landsins vegna vaxtamunarskipta og spákaupmennsku vegna gengishreyfinga. „Í ljósi þess hve slæma reynslu við höfum af óheftu innflæði erlends skammtímafjármagns þykir mér nánast grátlegt að einungis tíu árum eftir hrun séu farnar að heyrast raddir sem vilja endurtaka leikinn,“ sagði Gylfi. „Það bendir til þess að mjög hratt fenni yfir reynsluna frá fyrsta áratug aldarinnar.“

Agnar Tómas hjá GAMMA segist sjálfur ekki hafa talað fyrir því að engar takmarkanir séu á fjármagnsflutningum til landsins. Hann er sammála því að mikilvægt sé að tempra innflæði skammtímafjármagns. „En umræðan um innflæðishöftin, t.d. með ummælum Gylfa Magnússonar um að þeir sem gagnrýni innflæðishöftin hafi „ekkert lært af hruninu“ og vilji hætta á að það endurtaki sig, litast af því að menn eru komnir aðeins í skotgrafirnar í stað þess að ræða kosti og galla haftanna,“ segir Agnar. 

Hann segist hafa bent á að núverandi útfærsla haftanna sé of stíf og telur löngu tímabært að breyta henni. „Ég get til að mynda alveg fallist á það að hefta hér fjárfestingu í skammtímaskuldaskjölum, þ.e. svokölluð „vaxtamunarviðskipti“, á meðan ég tel á móti að ætti að afnema með öllu höft á fjárfestingar erlendra aðila í lengri tíma skuldabréfum, einkum til fyrirtækja. Þær ástæður sem gefnar voru fyrir að setja á mjög stíf fjármagnshöft á allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila fyrir tveimur árum hafa allar breyst mjög, auk þess sem vaxtamunur hefur minnkað talsvert.“ 

Hann tekur sem dæmi að langtíma raunvaxtamunur Íslands við Bandaríkin hafi farið úr um 2,6% við setningu haftanna júní 2016 í um um 0,85% í dag, og skammtímavaxtamunur úr um 5,5% í 1,5% miðað við 2 ára bandarísk ríkisskuldabréf. „Það er því lítið t.d. fyrir bandaríska skuldabréfafjárfesta að sækja hér nema í langtíma fjárfestingar vegna hugsanlegrar trúar þeirra á íslenska hagkerfinu – en í því sambandi má nefna að mikill hluti þeirra fjárfesta sem hafa fjárfest hér undanfarin ár eru bandarískir sjóðir.“

Agnar segir að auk þess sé mikil skekkja í eignasamsetningu lífeyrissjóða sem hafi flutt gríðarlega fjármuni erlendis og muni eflaust halda því áfram. „Nú þegar hægir á íslenska hagkerfinu væri mjög æskilegt að fá meira af langtíma fjármagn til landsins til að mæta þeirri þróun og styðja við íslenskt efnahagslíf í stað íslenskra lífeyrissjóða. Í því ljósi má benda á að samkvæmt nýjustu tölum frá Seðlabankanum hefur samanlagt innflæði erlendra aðila í hlutabréf og skuldabréf á þessu ári verið ekkert, og fjárfesting erlendra aðila í innlendum skuldabréfum (með gjaldaga árið 2022 og síðar) hefur staðið í stað frá apríl 2016, þ.e. fyrir setningu innflæðishaftanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu