Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir vel hægt að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum án stífra fjármagnshafta

Agn­ar Tóm­as Möller, fram­kvæmda­stjóri sjóða hjá GAMMA, seg­ir menn gjarna á að fara í skot­graf­ir í um­ræð­unni um inn­flæð­is­höft Seðla­bank­ans.

Segir vel hægt að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum án stífra fjármagnshafta

Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir umræðuna um innflæðishöft Seðlabankans litast af því að menn fari í skotgrafir í stað þess að ræða kosti og galla þess að höftunum sé beitt. 

Stundin fjallaði um innflæðishöftin á dögunum og háværa gagnrýni fólks úr fjármálageiranum, meðal annars stjórnenda GAMMA, sem telja höftin leiða til lakari vaxtakjara og draga úr verðmætasköpun og hvetja eindregið til þess að þeim verði aflétt. 

Í umfjöllun Stundarinnar var meðal annars rætt við Gylfa Magnússon, formann bankaráðs Seðlabankans og dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem telur innflæðishöftin mikilvæg til að tempra innflæði erlends skammtímafjármagns sem leitar til landsins vegna vaxtamunarskipta og spákaupmennsku vegna gengishreyfinga. „Í ljósi þess hve slæma reynslu við höfum af óheftu innflæði erlends skammtímafjármagns þykir mér nánast grátlegt að einungis tíu árum eftir hrun séu farnar að heyrast raddir sem vilja endurtaka leikinn,“ sagði Gylfi. „Það bendir til þess að mjög hratt fenni yfir reynsluna frá fyrsta áratug aldarinnar.“

Agnar Tómas hjá GAMMA segist sjálfur ekki hafa talað fyrir því að engar takmarkanir séu á fjármagnsflutningum til landsins. Hann er sammála því að mikilvægt sé að tempra innflæði skammtímafjármagns. „En umræðan um innflæðishöftin, t.d. með ummælum Gylfa Magnússonar um að þeir sem gagnrýni innflæðishöftin hafi „ekkert lært af hruninu“ og vilji hætta á að það endurtaki sig, litast af því að menn eru komnir aðeins í skotgrafirnar í stað þess að ræða kosti og galla haftanna,“ segir Agnar. 

Hann segist hafa bent á að núverandi útfærsla haftanna sé of stíf og telur löngu tímabært að breyta henni. „Ég get til að mynda alveg fallist á það að hefta hér fjárfestingu í skammtímaskuldaskjölum, þ.e. svokölluð „vaxtamunarviðskipti“, á meðan ég tel á móti að ætti að afnema með öllu höft á fjárfestingar erlendra aðila í lengri tíma skuldabréfum, einkum til fyrirtækja. Þær ástæður sem gefnar voru fyrir að setja á mjög stíf fjármagnshöft á allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila fyrir tveimur árum hafa allar breyst mjög, auk þess sem vaxtamunur hefur minnkað talsvert.“ 

Hann tekur sem dæmi að langtíma raunvaxtamunur Íslands við Bandaríkin hafi farið úr um 2,6% við setningu haftanna júní 2016 í um um 0,85% í dag, og skammtímavaxtamunur úr um 5,5% í 1,5% miðað við 2 ára bandarísk ríkisskuldabréf. „Það er því lítið t.d. fyrir bandaríska skuldabréfafjárfesta að sækja hér nema í langtíma fjárfestingar vegna hugsanlegrar trúar þeirra á íslenska hagkerfinu – en í því sambandi má nefna að mikill hluti þeirra fjárfesta sem hafa fjárfest hér undanfarin ár eru bandarískir sjóðir.“

Agnar segir að auk þess sé mikil skekkja í eignasamsetningu lífeyrissjóða sem hafi flutt gríðarlega fjármuni erlendis og muni eflaust halda því áfram. „Nú þegar hægir á íslenska hagkerfinu væri mjög æskilegt að fá meira af langtíma fjármagn til landsins til að mæta þeirri þróun og styðja við íslenskt efnahagslíf í stað íslenskra lífeyrissjóða. Í því ljósi má benda á að samkvæmt nýjustu tölum frá Seðlabankanum hefur samanlagt innflæði erlendra aðila í hlutabréf og skuldabréf á þessu ári verið ekkert, og fjárfesting erlendra aðila í innlendum skuldabréfum (með gjaldaga árið 2022 og síðar) hefur staðið í stað frá apríl 2016, þ.e. fyrir setningu innflæðishaftanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu