Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir vel hægt að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum án stífra fjármagnshafta

Agn­ar Tóm­as Möller, fram­kvæmda­stjóri sjóða hjá GAMMA, seg­ir menn gjarna á að fara í skot­graf­ir í um­ræð­unni um inn­flæð­is­höft Seðla­bank­ans.

Segir vel hægt að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum án stífra fjármagnshafta

Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir umræðuna um innflæðishöft Seðlabankans litast af því að menn fari í skotgrafir í stað þess að ræða kosti og galla þess að höftunum sé beitt. 

Stundin fjallaði um innflæðishöftin á dögunum og háværa gagnrýni fólks úr fjármálageiranum, meðal annars stjórnenda GAMMA, sem telja höftin leiða til lakari vaxtakjara og draga úr verðmætasköpun og hvetja eindregið til þess að þeim verði aflétt. 

Í umfjöllun Stundarinnar var meðal annars rætt við Gylfa Magnússon, formann bankaráðs Seðlabankans og dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem telur innflæðishöftin mikilvæg til að tempra innflæði erlends skammtímafjármagns sem leitar til landsins vegna vaxtamunarskipta og spákaupmennsku vegna gengishreyfinga. „Í ljósi þess hve slæma reynslu við höfum af óheftu innflæði erlends skammtímafjármagns þykir mér nánast grátlegt að einungis tíu árum eftir hrun séu farnar að heyrast raddir sem vilja endurtaka leikinn,“ sagði Gylfi. „Það bendir til þess að mjög hratt fenni yfir reynsluna frá fyrsta áratug aldarinnar.“

Agnar Tómas hjá GAMMA segist sjálfur ekki hafa talað fyrir því að engar takmarkanir séu á fjármagnsflutningum til landsins. Hann er sammála því að mikilvægt sé að tempra innflæði skammtímafjármagns. „En umræðan um innflæðishöftin, t.d. með ummælum Gylfa Magnússonar um að þeir sem gagnrýni innflæðishöftin hafi „ekkert lært af hruninu“ og vilji hætta á að það endurtaki sig, litast af því að menn eru komnir aðeins í skotgrafirnar í stað þess að ræða kosti og galla haftanna,“ segir Agnar. 

Hann segist hafa bent á að núverandi útfærsla haftanna sé of stíf og telur löngu tímabært að breyta henni. „Ég get til að mynda alveg fallist á það að hefta hér fjárfestingu í skammtímaskuldaskjölum, þ.e. svokölluð „vaxtamunarviðskipti“, á meðan ég tel á móti að ætti að afnema með öllu höft á fjárfestingar erlendra aðila í lengri tíma skuldabréfum, einkum til fyrirtækja. Þær ástæður sem gefnar voru fyrir að setja á mjög stíf fjármagnshöft á allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila fyrir tveimur árum hafa allar breyst mjög, auk þess sem vaxtamunur hefur minnkað talsvert.“ 

Hann tekur sem dæmi að langtíma raunvaxtamunur Íslands við Bandaríkin hafi farið úr um 2,6% við setningu haftanna júní 2016 í um um 0,85% í dag, og skammtímavaxtamunur úr um 5,5% í 1,5% miðað við 2 ára bandarísk ríkisskuldabréf. „Það er því lítið t.d. fyrir bandaríska skuldabréfafjárfesta að sækja hér nema í langtíma fjárfestingar vegna hugsanlegrar trúar þeirra á íslenska hagkerfinu – en í því sambandi má nefna að mikill hluti þeirra fjárfesta sem hafa fjárfest hér undanfarin ár eru bandarískir sjóðir.“

Agnar segir að auk þess sé mikil skekkja í eignasamsetningu lífeyrissjóða sem hafi flutt gríðarlega fjármuni erlendis og muni eflaust halda því áfram. „Nú þegar hægir á íslenska hagkerfinu væri mjög æskilegt að fá meira af langtíma fjármagn til landsins til að mæta þeirri þróun og styðja við íslenskt efnahagslíf í stað íslenskra lífeyrissjóða. Í því ljósi má benda á að samkvæmt nýjustu tölum frá Seðlabankanum hefur samanlagt innflæði erlendra aðila í hlutabréf og skuldabréf á þessu ári verið ekkert, og fjárfesting erlendra aðila í innlendum skuldabréfum (með gjaldaga árið 2022 og síðar) hefur staðið í stað frá apríl 2016, þ.e. fyrir setningu innflæðishaftanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
2
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.
Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
5
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár