Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsetinn vitnaði í Stefán Karl og skoraði á þingmenn að beina sjónum að lýðheilsu

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti spurði hverju full­veld­ið skipti, ef fólki liði illa, og vitn­aði í Stefán Karl Stef­áns­son leik­ara.

Forsetinn vitnaði í Stefán Karl og skoraði á þingmenn að beina sjónum að lýðheilsu

„Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa?“ spurði Guðni Th. Jóhannesson forseti í ræðu sinni við þingsetningu Alþingis í dag, og skoraði á þingmenn að beina athyglinni í auknum mæli að lýðheilsu, geðvernd, forvörnum og forvirkum aðgerðum til að tryggja heill og hamingju - „og sennilega spara fé til lengri tíma“. 

Guðni vitnaði í leikarann Stefán Karl Stefánsson, sem lést 21. ágúst síðastliðinn. „Hvað er dýrmætara en heilsa og hamingja? Hvað skiptir máli þegar allt kemur til alls? Í sumar lést fyrir aldur fram Stefán Karl Stefánsson leikari og baráttumaður fyrir bættum heimi, eftir langt stríð við illvígt mein. Slík glíma opnar oft augu fólks, bæði hinna veiku og þeirra sem nærri þeim standa. „Við sjáum lífið í öðru ljósi,“ sagði Stefán: „Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins sem við ættum öll að gera.““

 „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi ...“

Hann sagði að þrátt fyrir að hamingja hér á landi mældist mikil í könnunum glímdu margir við erfiðleika. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum, vaxandi kostnaði við að hlúa að sjúkum, fötluðum og öldruðum, auk allra annarra sem þurfa aðhlynningar við.“

Guðni setti þann fyrirvara á að ekki væri hægt að benda á „stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig bara við minni vanda“. Og hann tók fram að heilbrigt væri að deilt væri um málin. „Um margt er deilt, innan og utan þessara veggja, og þannig á það að vera í öflugu lýðræðissamfélagi, í fullvalda og sjálfstæðu ríki.“

Þingsetningarræða Guðna í heild sinni

Haldin á hundrað ára afmælisári fullveldisins

Ég óska ykkur velfarnaðar í vandasömum störfum, ágætu alþingismenn. Ykkar bíða ærin verk, stór sem smá. Í ys og þys líðandi stundar reynist okkur stundum erfitt að greina á milli þess sem skiptir sköpum og hins sem fer í glatkistu tímans og geymist þar uns grúskarar og aðrir leita uppi vitnisburð og lærdóm úr liðinni tíð.

Í ár minnumst við þess að öld er frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Það voru svo sannarlega tímamót, stórtíðindi sem vert er að hampa og halda á lofti. Aðdragandinn var langur og margt í þeirri sögu má heita furðulegt þegar litið er um öxl. Árum saman var þannig um það deilt af hörku í þessu húsi að málefni Íslands og Íslendinga voru formlega borin upp í ríkisráðinu danska. Landráðabrigsl flugu, flokkar voru stofnaðir og þeim sundrað um þetta hitamál.

Eftir á að hyggja var það mest karp um keisarans skegg og þar að auki skiptu margir um skoðun eftir því hvernig vindar blésu.

En fullveldið fékkst 1918 og hér erum við enn, sjálfstæð og fullvalda þjóð, flestum öðrum efnaðri, í friðsömu samfélagi. Almenningur nýtur hér réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. Þá gefa kannanir til kynna að óvíða um heim sé landslýður eins hamingjusamur.

Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum, vaxandi kostnaði við að hlúa að sjúkum, fötluðum og öldruðum, auk allra annarra sem þurfa aðhlynningar við.

Hvað er dýrmætara en heilsa og hamingja? Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? Hvað skiptir máli þegar allt kemur til alls? Í sumar lést fyrir aldur fram Stefán Karl Stefánsson leikari og baráttumaður fyrir bættum heimi, eftir langt stríð við illvígt mein. Slík glíma opnar oft augu fólks, bæði hinna veiku og þeirra sem nærri þeim standa. „Við sjáum lífið í öðru ljósi,“ sagði Stefán: 

„Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins sem við ættum öll að gera.“

Nú skal varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig bara við minni vanda. En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá eins og ríkisráðsákvæðið á sínum tíma – og verja ekki heldur dýrmætri orku í dægurþras, dusta frekar vitleysuna í burtu.

Í stjórnmálum getur vissulega verið erfitt að greina á milli þess stóra og smáa í hita leiksins, vissulega verður aldrei einhugur um hvað eigi heima hvar í þeim dilkadrætti, og vissulega er örðugt að spá fyrir um óráðna framtíð; en við myndum án efa búa vel í haginn fyrir okkur sjálf, æskuna og næstu kynslóðir með því að beina sjónum okkar í ríkari mæli en áður að lýðheilsu og geðvernd, forvörnum og forvirkum aðgerðum. Er þá ekki lastað það sem þegar er unnið í þeim efnum en með þessum hætti mætti auka heill og hamingju, og sennilega spara fé til lengri tíma í leiðinni.

Ágætu alþingismenn: Um margt er deilt, innan og utan þessara veggja, og þannig á það að vera í öflugu lýðræðissamfélagi, í fullvalda og sjálfstæðu ríki.

Engin ástæða er til að láta þess ógetið hér að þegar þing var sett fyrir áratug sáust blikur á lofti. Við tók bankahrun og búsáhaldabylting. Þá sortnaði yfir landi og þjóð en blessunarlega birti til. Í þjóðlífi og efnahag skiptast á skin og skúrir, verum ætíð undir það búin. En fögnum því um leið sem hefur áunnist í áranna rás og stefnum að frekari framförum fyrir alla. Við Íslendingar erum frjáls þjóð í fögru landi. Hinn fyrsta desember minnumst við hundrað ára fullveldis. Stöndum þá saman, sýnum sjálfum okkur og öðrum að þrátt fyrir allt er það meira sem sameinar okkur en það sem sundrar okkur. Og munum að lífið er núna.

Ég bið alþingismenn að rísa úr sætum og minnast ættjarðarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég kalla þetta svítuna“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár