Skipulagsleysi, ómarkviss skilaboð og jafnvel nafnabreyting er það sem fram kemur í opinskárri naflaskoðun Sósíalistaflokksins á svæði flokksins á Facebook.
Yngvi Ómar Sighvatsson er málshefjandi á umræðunni en hann hefur látið til sín taka í flokknum sem og í húsnæðisumræðunni ásamt Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Þar spyr Yngvi Ómar hvað hafi farið úrskeiðis í kosningabaráttu Sósíalistaflokksins og nefnir nokkra punkta. Þannig telur hann að skilaboðin hafi verið ómarkviss í kosningabaráttunni og að gömul orðræða hafi verið viðhöfð og ekki passað inn í breyttan veruleika.
„Baráttan okkar byggist enn á orðaforða sem er yfir 200 ára gamall. Almenningur á Íslandi tengir lítið við gömlu kennisetningarnar og hefur verið alinn upp við neikvæða ímynd af sósíalisma og kommúnisma. Það dregur úr sannfæringarkrafti okkar,“ skrifaði hann.
Viðtökurnar eru hressilegar og sitt sýnist hverjum varðandi meinta úrelda orðræðu.
Andrea Helgadóttir, frambjóðandi flokksins og varaborgarfulltrúi, er vægast sagt ósammála um að …
Ekki ætla ég að gera lítið úr vandamálum íslensku sósíalistahreyfingarinnar. Þar þarf af taka á málum á jarðbundinn hátt, af festu og yfirvegun. Að því verki eiga aðeins sósíalistar erindi. Eitt af forgangsverkefnunum hlýtur að vera að greina hismið frá kjarnanum og sauðina frá höfrunum; það verður með öðrum orðum að sía alla lukkuriddara, ekkisósíalista, flugumenn annarra stjórnmálaafla og annarlegra hagsmuna frá umræðunni frá upphafi.