Ella Björg Rögnvaldsdóttir og Ragna Þóra Samúelsdóttir útskrifuðust sem ljósmæður í fyrra og segir Ella að hugmyndin að námskeiðunum hafi komið upp seint í náminu.
„Ég skoðaði fyrirbæri sem heitir „hópmeðgönguvernd“ í lokaverkefninu mínu sem byggir á því að hópur kvenna á svipuðum stað í meðgöngunni hittist í meðgönguvernd og ræðir saman um það sem þeim liggur á hjarta. Þetta hefur verið prófað hér á landi og gengið vel og hafa konur verið ánægðar með þetta form en það er enn sem komið er ekki búið að innleiða þetta.
Án þess að það hafi endilega verið meðvitað þá getur vel verið að þessi hugmynd að námskeiðunum okkar Rögnu hafi sprottið upp svolítið út af því að ég var búin að sökkva mér ofan í að skoða hvað það gerir fyrir konur að vera saman í hóp á meðgöngu, fá fræðslu í hóp og halda alltaf sama hópinn. Þessar konur þekkjast, …
Athugasemdir