„Ég nota húmorinn mikið,“ segir Ingrid, sem leggur áherslu á að fá fólk til að brosa. „Ég nota líka húmor til að gera grín að sjálfri mér. Mér finnst Facebook til dæmis vera frábær vettvangur til að deila skemmtilegum bröndurum eða orðaleikjum og þar er hægt að setja inn uppbyggilegar tilvitnanir eða spakmæli sem vekja fólk til umhugsunar. Það er hægt að gera grín að hversdagsleikanum og finna eitthvað sem er fyndið, uppbyggjandi eða mannbætandi.“
Hrós dagsins og Jákvæðu jólasveinarnir
Ingrid stofnaði fyrir nokkrum árum Facebook-síðuna Hrós dagsins, sem hún segir að sé að hollenskri fyrirmynd. „Neikvæðni var áberandi í samfélaginu eftir hrun þannig að ég ákvað að stofna þessa síðu og það kom á óvart hve auðvelt er að finna eitthvað til að hrósa fyrir. Það gerist svo margt jákvætt í samfélaginu.“
„Það gerist svo margt jákvætt í samfélaginu“
Ingrid útskrifast í haust með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði en …
Athugasemdir