Ég er mjög mikið fyrir það að elda, það er mín hugleiðsla. Ég er alinn upp við að báðir foreldrar eldi, en pabbi var til jafns við mömmu í eldhúsinu og hefur mikinn áhuga á mat. Seinna flutti ég til Spánar til að læra. Þar lærði ég að elda upp á nýtt, því ég lærði að nota ferskmeti. Síðan þá legg ég mikið upp úr því að matur sé eins ferskur og hægt er. Ég sakna þess reyndar hér heima hvað maður finnur lítið fyrir árstíðunum. Sem fátækur námsmáður á Spáni eldaði maður ósjálfrátt það grænmeti sem var mest af hverju sinni, því það var ódýrast. Þegar ég varð uppiskroppa með hugmyndir spurði ég bara konurnar á matarmörkuðunum og fékk nýjar uppskriftir hjá þeim. Eftir því sem árin líða kemst ég meira á þá skoðun að því einfaldari sem matur er, því betri er hann. Kannski hefur þetta eitthvað að …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.
Því einfaldari matur því betra
Matreiðsla er hugleiðsla Reynis Lyngdal sem segir hana hafa orðið einfaldari með árunum, til að koma til móts við matarsmekk fimm ára barnsins á heimilinu. Ferskleiki og gæði séu hins vegar alltaf aðalatriðið.
Athugasemdir