Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Leitaði hamingjunnar á Íslandi í ástarsorg

Anne Marie de Puits, frá New York, hafði skipu­lagt Ís­lands­ferð með ást­inni sinni. Ást­in brást en Anne ákvað að rjúfa ástarsorg­ina og leita ham­ingj­unn­ar ein í norðri.

Leitaði hamingjunnar á Íslandi í ástarsorg
Anne Marie Skipulagði ferð með manninum sem hún var ástfangin af. Hann hætti við og giftist annarri konu, en hún fór samt. Mynd: Úr einkasafni

„Hugmyndin um að fara til Íslands fæddist eftir að ég úskrifaðist árið 2013 frá háskóla. Þetta er dálítið rómantísk saga. Ég var leynilega ástfangin af vini mínum heima í Bandaríkjunum. Áður en ég hélt til tveggja ára náms í Portúgal hittumst við. Hann sagði mér hve mikið hann langaði til að fara til Íslands og nefndi þann möguleika að við gætum farið saman eftir að ég útskrifaðist,“ segir Anne Marie de Puits, frá Denver í Bandaríkjunum, sem ferðaðist um allt Ísland þvers og kruss sumarið 2016 í leit að hamingjunni. Ferðalag hennar var merkilegt fyrir þær sakir að hún hafði aðeins með sér svefnpoka og dúk til að sofa undir og lét það ráðast af samtölum við Íslendinga á förnum vegi til hvaða áfangastaða hún færi hverju sinni. 

En eftir tveggja ára nám í Portúgal var komin upp breytt staða. Ástvinur hennar var ekki lengur tilbúinn að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár