Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hundrað grindhvalir drepnir í dag

Um hundrað grind­hval­ir voru drepn­ir í Hvanna­sundi í Fær­eyj­um í dag. Á sama tíma er keppst við að bjarga tveim­ur and­ar­nefj­um sem strand­að­ar eru í Eng­ey úti fyr­ir Reykja­vík.

Hundrað grindhvalir drepnir í dag
Grindhvaladráp í Færeyjum Um hundrað grindhvalir voru drepnir í Hvannasundi í dag. Mynd: Shutterstock

Það tók einungis tíu mínútur að slátra hundrað grindhvölum í Hvannasundi í Færeyjum fyrr í dag, eftir því sem færeyskir fjölmiðar greina frá.

Færeyingar eru þekktir fyrir hvalveiðar sínar, en þær fara þannig fram að hvölunum er smalað upp í flæðarmálið og þeir síðan skornir með sérhönnuðum hnífum sem stöðva blóðflæði til heilans. Þá er krókum jafnframt beitt og er þeim krækt í blástursop hvalanna til að koma þeim í land. Íbúar taka gjarnan þátt í veiðunum og hópast fullorðnir og börn saman í blóðrauðu flæðamálinu. Hvalveiðar þessar eiga stað á hvaða árstíma sem er en fara yfirleitt fram á sumrin. Hátt í þúsund dýr eru drepin árlega.

Á sama tíma og fréttir berast af hvaladrápum í Færeyjum er öllum brögðum beitt til að halda lífi í tveimur andarnefjum sem fastar eru í fjörunni í Engey. Þá önduðu menn léttar í Kolgrafafirði á dögunum þegar vaða af grindhvölum yfirgaf fjörðinn, en óttast var að hvalirnir myndu stranda.  

Hvalveiðar eru gríðarlega umdeildar á heimsvísu og er þessi hefð Færeyinga engin undantekning. Hafa meðal annars dýraverndunarsamtökin Sea Shepherd gagnrýnt veiðarnar harðlega og barist gegn þeim en samtökin settu meðal annars inn myndband á Youtube fyrr í dag af veiðunum í Hvannasundi.  Það er þó ekki einungis af dýraverndurarsjónarmiðum sem veiðar á grindhval hafa verið gagnrýndar en vísindamenn hafa varað við neyslu hans þar sem kjötið innihaldi meðal annars kvikasilfur og PCB. Gefin hafa verið út neysluviðmið þar sem mælt er með að fólk borði ekki meira en eina máltíð sem innihaldi grindhval í mánuði. Séu konur barnshafandi, með börn á brjósti eða að reyna að eignast börn er þeim mælt frá því að borða grindhval.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár