Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hundrað grindhvalir drepnir í dag

Um hundrað grind­hval­ir voru drepn­ir í Hvanna­sundi í Fær­eyj­um í dag. Á sama tíma er keppst við að bjarga tveim­ur and­ar­nefj­um sem strand­að­ar eru í Eng­ey úti fyr­ir Reykja­vík.

Hundrað grindhvalir drepnir í dag
Grindhvaladráp í Færeyjum Um hundrað grindhvalir voru drepnir í Hvannasundi í dag. Mynd: Shutterstock

Það tók einungis tíu mínútur að slátra hundrað grindhvölum í Hvannasundi í Færeyjum fyrr í dag, eftir því sem færeyskir fjölmiðar greina frá.

Færeyingar eru þekktir fyrir hvalveiðar sínar, en þær fara þannig fram að hvölunum er smalað upp í flæðarmálið og þeir síðan skornir með sérhönnuðum hnífum sem stöðva blóðflæði til heilans. Þá er krókum jafnframt beitt og er þeim krækt í blástursop hvalanna til að koma þeim í land. Íbúar taka gjarnan þátt í veiðunum og hópast fullorðnir og börn saman í blóðrauðu flæðamálinu. Hvalveiðar þessar eiga stað á hvaða árstíma sem er en fara yfirleitt fram á sumrin. Hátt í þúsund dýr eru drepin árlega.

Á sama tíma og fréttir berast af hvaladrápum í Færeyjum er öllum brögðum beitt til að halda lífi í tveimur andarnefjum sem fastar eru í fjörunni í Engey. Þá önduðu menn léttar í Kolgrafafirði á dögunum þegar vaða af grindhvölum yfirgaf fjörðinn, en óttast var að hvalirnir myndu stranda.  

Hvalveiðar eru gríðarlega umdeildar á heimsvísu og er þessi hefð Færeyinga engin undantekning. Hafa meðal annars dýraverndunarsamtökin Sea Shepherd gagnrýnt veiðarnar harðlega og barist gegn þeim en samtökin settu meðal annars inn myndband á Youtube fyrr í dag af veiðunum í Hvannasundi.  Það er þó ekki einungis af dýraverndurarsjónarmiðum sem veiðar á grindhval hafa verið gagnrýndar en vísindamenn hafa varað við neyslu hans þar sem kjötið innihaldi meðal annars kvikasilfur og PCB. Gefin hafa verið út neysluviðmið þar sem mælt er með að fólk borði ekki meira en eina máltíð sem innihaldi grindhval í mánuði. Séu konur barnshafandi, með börn á brjósti eða að reyna að eignast börn er þeim mælt frá því að borða grindhval.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár