Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ritstjóri Markaðarins segir forystufólk verkalýðshreyfinganna popúlista

Bylt­ing­ar­fólk sem ekki ber hag venju­legs launa­fólks fyr­ir brjósti tók yf­ir verka­lýðs­hreyf­ing­arn­ar, skrif­ar Hörð­ur Æg­is­son í leið­ara Frétta­blaðs­ins.

Ritstjóri Markaðarins segir forystufólk verkalýðshreyfinganna popúlista
Popúlistar í verkalýðshreyfingunni Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, vandar verkalýðshreyfingunni ekki kveðjurnar í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Forystufólk stærstu verkalýðshreyfinga landsins eru í besta falli popúlistar, byltingarfólk sem ekki ber hag hins venjulega launamanns fyrir brjósti. Þær leiðir sem umrætt forystufólk talar fyrir munu valda miklum skaða fyrir íslenskt efnahagslíf, heimilin í landinu og íslensk fyrirtæki.

Þetta skrifar Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins sem er viðskiptahluti Fréttablaðsins, í leiðara Fréttablaðsins í dag. Í leiðaranum rekur Hörður að árið 2014 hafi blikur verið á lofti í íslensku efnahagslífi þar sem raungengi krónunnar hafi mælst undir meðaltali og verðbólga hafi verið um fjögur prósent á sama tíma. Nú, fjórum árum síðar hafi kaupmáttur launa aukist um ríflega 30 prósent, vextir hafi lækkað og Íslendingar upplifi eitt mesta hagsældarskeið frá lýðveldisstofnun.

Ástæðurnar fyrir þessu góða gengi, skrifar Hörður, eru meðal annars vöxtur í ferðaþjónustu og „einstaklega vel heppnuð áætlun stjórnvalda við afnám hafta“. Það sæti því undrun að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar reyni ekki að eigna sér hlut í þessum mikla árangri. „Þess í stað er tónninn sá að þorri launafólks hafi setið eftir og því eigi nú að fara fram með glórulausar kröfur um tugprósenta launahækkanir á almennum vinnumarkaði. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Það er eins og að vera staddur í einhverri hliðarveröld þegar því er haldið fram, vonandi gegn betri vitund, að hægt sé að ráðast í slíkar launahækkanir á einu bretti án þess að eitthvað láti undan – við núverandi aðstæður geta afleiðingarnar aldrei orðið aðrar en aukin verðbólga eða stórfellt atvinnuleysi.“

Byltingaröfl tóku yfir verkalýðshreyfingarnar

Hörður heldur svo áfram og skrifar að laun á Íslandi séu þau næsthæstu meðal OECD-ríkjanna. Kaupmáttu hafi, mælt í erlendri mynt, meira en tvöfaldast frá árinu 2010. Áhyggjur af því að miklar launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum 2015 myndu leiða til verðbólguskots hafi ekki orðið að veruleika. Hins vegar hljóti öllum að vera ljóst að staða efnahagsmála á Íslandi sé þannig nú að ekki sé mögulegt að endurtaka þann leik.

„Stærstu verkalýðshreyfingar landsins voru teknar yfir, án mikillar mótstöðu, af byltingaröflum sem þykjast bera fyrir brjósti velferð hins venjulega launamanns í komandi kjarasamningalotu. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Staðreyndin er sú að forystumenn samtakanna eru í besta falli popúlistar sem tala fyrir gamalkunnum leiðum sem munu valda miklum skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og um leið hagsmuni heimila og fyrirtækja nái þær fram að ganga. Það eru hagsmunir allra sem vilja byggja upp raunverulega hagsæld til lengri tíma á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægri vaxta að koma í veg fyrir þá niðurstöðu. Takist það ekki er vá fyrir dyrum.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár