Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meirihlutinn í Grindavík klofnaði við ráðningu bæjarstjóra

Ekki ein­ing um áfram­hald­andi ráðn­ingu Fann­ars Jónas­son­ar. Mið­flokk­ur­inn lagð­ist á sveif með Sjálf­stæð­is­flokki en full­trúi Fram­sókn­ar­flokks varð und­ir.

Meirihlutinn í Grindavík klofnaði við ráðningu bæjarstjóra
Ráðinn áfram Fannar Jónasson var ráðinn bæjarstjóri Grindavíkur í ársbyrjun 2017 og hefur nú verið endurráðinn til næstu fjögurra ára. Mynd: Grindavíkurbær

Meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur klofnaði þegar kom að því að ráða bæjarstjóra á aukafundi bæjarstjórnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með áframhaldandi ráðningu sitjandi bæjarstjóra, Fannars Jónassonar, en fulltrúi Framsóknarflokksins vildi að Þorsteinn Gunnarsson yrði ráðinn. Fór svo að bæjarfulltrúi Miðflokksins, sem situr í minnihluta, greiddi atkvæði með ráðningu Fannars og fékk hann því fjögur atkvæði en Þorsteinn þrjú.

Nokkur órói mun hafa verið meðal starfsmanna Grindavíkurbæjar með samstarf við bæjarstjóra og hefur meðal annars verið kvartað undan samskiptaörðugleikum. Meðal annars mun það hafa verið mat bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, Páls Vals Björnssonar, að í því ljósi væri það bæjarfélaginu fyrir bestu að nýr bæjarstjóri tæki við. Ekki varð hins vegar af því, sem fyrr segir.

Sigurður Óli Þórleifsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir í samtali við Stundina að það hafi verið orðið að samkomulagi við gerð málefnasamnings í vor að auglýsa eftir bæjarstjóra. „Við ákváðum að láta málefnin ganga fyrir. Við vissum að við værum ósammála um bæjarastjóramálin og ákváðum því að fara þessa leið, að auglýsa eftir bæjarstjóra og fara með málið fyrir bæjarstjórn. Það varð að samkomulagi að báðir aðilar myndu una niðurstöðu kosningar innan bæjarstjórnar. Okkur fannst þetta bara vera lýðræði í sinni fallegustu mynd.“

Spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að hefja meirihlutasamstarfið með þessum hætti, að ekki náist eining um ráðning bæjarstjóra, neitar Sigurður Óli því. „Þetta er auðvitað óvanalegt en við berum fullt traust til Fannars. Hann kom hins vegar inn á miðju síðasta kjörtímabili og við vildum bara kanna hvort að aðrir hæfari hefðu áhuga á starfinu. Þorsteinn er heimamaður og við þekkjum hann vel og hann hefur gert góða hluti fyrir norðan. Það er ekki það að við treystum ekki Fannari enda er hann afbragðsmaður. Svona fór þetta bara. Það var ljóst frá því að við hófum samstarf að svona ætti að fara að því og það er því alveg eining milli okkar og Sjálfstæðisflokksins.“

Sigurður Óli segist ekki hafa áhyggjur af því að hans samstarf við Fannar verði erfiðara fyrir vikið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Við erum báðir, að því er ég tel, bara miklir fagmenn og ég hef engar áhyggjur.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
6
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
5
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár