Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meirihlutinn í Grindavík klofnaði við ráðningu bæjarstjóra

Ekki ein­ing um áfram­hald­andi ráðn­ingu Fann­ars Jónas­son­ar. Mið­flokk­ur­inn lagð­ist á sveif með Sjálf­stæð­is­flokki en full­trúi Fram­sókn­ar­flokks varð und­ir.

Meirihlutinn í Grindavík klofnaði við ráðningu bæjarstjóra
Ráðinn áfram Fannar Jónasson var ráðinn bæjarstjóri Grindavíkur í ársbyrjun 2017 og hefur nú verið endurráðinn til næstu fjögurra ára. Mynd: Grindavíkurbær

Meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur klofnaði þegar kom að því að ráða bæjarstjóra á aukafundi bæjarstjórnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með áframhaldandi ráðningu sitjandi bæjarstjóra, Fannars Jónassonar, en fulltrúi Framsóknarflokksins vildi að Þorsteinn Gunnarsson yrði ráðinn. Fór svo að bæjarfulltrúi Miðflokksins, sem situr í minnihluta, greiddi atkvæði með ráðningu Fannars og fékk hann því fjögur atkvæði en Þorsteinn þrjú.

Nokkur órói mun hafa verið meðal starfsmanna Grindavíkurbæjar með samstarf við bæjarstjóra og hefur meðal annars verið kvartað undan samskiptaörðugleikum. Meðal annars mun það hafa verið mat bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, Páls Vals Björnssonar, að í því ljósi væri það bæjarfélaginu fyrir bestu að nýr bæjarstjóri tæki við. Ekki varð hins vegar af því, sem fyrr segir.

Sigurður Óli Þórleifsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir í samtali við Stundina að það hafi verið orðið að samkomulagi við gerð málefnasamnings í vor að auglýsa eftir bæjarstjóra. „Við ákváðum að láta málefnin ganga fyrir. Við vissum að við værum ósammála um bæjarastjóramálin og ákváðum því að fara þessa leið, að auglýsa eftir bæjarstjóra og fara með málið fyrir bæjarstjórn. Það varð að samkomulagi að báðir aðilar myndu una niðurstöðu kosningar innan bæjarstjórnar. Okkur fannst þetta bara vera lýðræði í sinni fallegustu mynd.“

Spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að hefja meirihlutasamstarfið með þessum hætti, að ekki náist eining um ráðning bæjarstjóra, neitar Sigurður Óli því. „Þetta er auðvitað óvanalegt en við berum fullt traust til Fannars. Hann kom hins vegar inn á miðju síðasta kjörtímabili og við vildum bara kanna hvort að aðrir hæfari hefðu áhuga á starfinu. Þorsteinn er heimamaður og við þekkjum hann vel og hann hefur gert góða hluti fyrir norðan. Það er ekki það að við treystum ekki Fannari enda er hann afbragðsmaður. Svona fór þetta bara. Það var ljóst frá því að við hófum samstarf að svona ætti að fara að því og það er því alveg eining milli okkar og Sjálfstæðisflokksins.“

Sigurður Óli segist ekki hafa áhyggjur af því að hans samstarf við Fannar verði erfiðara fyrir vikið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Við erum báðir, að því er ég tel, bara miklir fagmenn og ég hef engar áhyggjur.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár