Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meirihlutinn í Grindavík klofnaði við ráðningu bæjarstjóra

Ekki ein­ing um áfram­hald­andi ráðn­ingu Fann­ars Jónas­son­ar. Mið­flokk­ur­inn lagð­ist á sveif með Sjálf­stæð­is­flokki en full­trúi Fram­sókn­ar­flokks varð und­ir.

Meirihlutinn í Grindavík klofnaði við ráðningu bæjarstjóra
Ráðinn áfram Fannar Jónasson var ráðinn bæjarstjóri Grindavíkur í ársbyrjun 2017 og hefur nú verið endurráðinn til næstu fjögurra ára. Mynd: Grindavíkurbær

Meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur klofnaði þegar kom að því að ráða bæjarstjóra á aukafundi bæjarstjórnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með áframhaldandi ráðningu sitjandi bæjarstjóra, Fannars Jónassonar, en fulltrúi Framsóknarflokksins vildi að Þorsteinn Gunnarsson yrði ráðinn. Fór svo að bæjarfulltrúi Miðflokksins, sem situr í minnihluta, greiddi atkvæði með ráðningu Fannars og fékk hann því fjögur atkvæði en Þorsteinn þrjú.

Nokkur órói mun hafa verið meðal starfsmanna Grindavíkurbæjar með samstarf við bæjarstjóra og hefur meðal annars verið kvartað undan samskiptaörðugleikum. Meðal annars mun það hafa verið mat bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, Páls Vals Björnssonar, að í því ljósi væri það bæjarfélaginu fyrir bestu að nýr bæjarstjóri tæki við. Ekki varð hins vegar af því, sem fyrr segir.

Sigurður Óli Þórleifsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir í samtali við Stundina að það hafi verið orðið að samkomulagi við gerð málefnasamnings í vor að auglýsa eftir bæjarstjóra. „Við ákváðum að láta málefnin ganga fyrir. Við vissum að við værum ósammála um bæjarastjóramálin og ákváðum því að fara þessa leið, að auglýsa eftir bæjarstjóra og fara með málið fyrir bæjarstjórn. Það varð að samkomulagi að báðir aðilar myndu una niðurstöðu kosningar innan bæjarstjórnar. Okkur fannst þetta bara vera lýðræði í sinni fallegustu mynd.“

Spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að hefja meirihlutasamstarfið með þessum hætti, að ekki náist eining um ráðning bæjarstjóra, neitar Sigurður Óli því. „Þetta er auðvitað óvanalegt en við berum fullt traust til Fannars. Hann kom hins vegar inn á miðju síðasta kjörtímabili og við vildum bara kanna hvort að aðrir hæfari hefðu áhuga á starfinu. Þorsteinn er heimamaður og við þekkjum hann vel og hann hefur gert góða hluti fyrir norðan. Það er ekki það að við treystum ekki Fannari enda er hann afbragðsmaður. Svona fór þetta bara. Það var ljóst frá því að við hófum samstarf að svona ætti að fara að því og það er því alveg eining milli okkar og Sjálfstæðisflokksins.“

Sigurður Óli segist ekki hafa áhyggjur af því að hans samstarf við Fannar verði erfiðara fyrir vikið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Við erum báðir, að því er ég tel, bara miklir fagmenn og ég hef engar áhyggjur.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár