Eftir vægast sagt hörmulegt sumar, ef sumar má kalla, var ákveðið að við fjölskyldan skyldum panta ferð í sólina. Kvíðinn yfir næstu veðurfréttum var orðinn óbærilegur og myndir frá vinum okkar í hitabylgju í Skandinavíu vöktu upp alltof mikla afbrýðisemi, það var því miður ekki lengur hægt að samgleðjast sólbrúnum og brosandi gerpunum. Ferðin var keypt og við tóku andvökunætur af spenningi. Ég sá fyrir mér suðrænar strendur, kokteila við hótelbarinn og ég tala nú ekki um að fá loksins smá lit á kroppinn sem var hvítari en rjómaís.
Innst inni vissi ég þó að þetta var fjarlægur draumur, draumur sem yrði líklega ekki að veruleika næstu árin. Við erum nefnilega með tvö börn, tveggja ára og 6 mánaða. Sambýlismaður minn tjáði mér það tveimur dögum fyrir brottför að hann hefði keypt sér tvær bækur til að lesa í fríinu. Ég fékk hláturskast og benti honum góðfúslega á að þær …
Athugasemdir