Valdefling þeirra valdlausu var megináhersla Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún vann fyrstu formannskosningar í sögu Eflingar fyrr í ár. Á 20 ára sögu félagsins hafði aldrei komið fram mótframboð gegn sitjandi stjórn, en Efling er stærsta stéttarfélag landsins á eftir VR, með um 28 þúsund félagsmenn. Sólveig og listi hennar hlutu um 80 prósent atkvæða. Hún ræðir hér um sósíalíska stéttabaráttu, en hún segir að það hafi tekið hana mörg ár að leiðast inn í aktívisma. „Heima hjá mér var alltaf talað um stéttabaráttu af mikilli aðdáun,“ segir hún. „En ég var unglingur á 10. áratugnum og eins og flestir muna frá þeim tíma var þá ekki mjög vinsælt að vera róttæk vinstri manneskja. Ég var mjög pólitísk, en talaði ekki endilega um það.“
Sólveig segir að það hafi allt breyst þegar hún flutti 25 ára til Bandaríkjanna og sá með eigin augum gífurlega stéttaskiptingu sem var þar við …
Athugasemdir