Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjórtán börnum fæddum hér á landi vikið af landi brott

281 barni hef­ur ver­ið synj­að um al­þjóð­lega vernd eða við­bót­ar­vernd á Ís­landi frá ár­inu 2010.

Fjórtán börnum fæddum hér á landi vikið af landi brott
Send úr landi 281 einu barni var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi á árunum 2010 til 2017. Fjórtán börnum sem fædd eru hér á landi, hið minnsta, var vikið brott af landinu á sama tíma. Mynd: Kristinn Magnússon

Í það minnsta fjórtán börnum sem sem fædd voru hér á landi hefur frá árinu 2010 verið vísað af landi brott eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd. Á sama tímabili hefur 281 barni verið synjað um alþjóðlega vernd eða viðbótarvefnd.

Þetta kemur fram í svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Fyrirspurn Helga Hrafns laut að fjölda þeirra barna sem hér hefðu sótt um vernd á nefndu tímabili og afdrif þeirra umsókna.

Á árunum 2010 til 2017 sóttu alls 649 börn um alþjóðlega vernd hér á landi. Fjöldinn varð mestur árið 2016 en þá sóttu 277 börn um vernd. Börnin voru á öllum aldri, til að mynda voru 77 þeirra undir eins árs og 64 á öðru ári. Almennt voru börnin fremur yngri en eldri þegar þau sóttu hér um vernd, þannig sóttu 39 sautján ára börn um vernd hér á tímabilinu.

Á sama tímabili hlutu aðeins 97 börn alþjóðlega vernd eða viðbótarvernd á Íslandi eða um 15 prósent allra þeirra barna sem sótt höfðu um. Flest börn hlutu vernd hér á landi árið 2016, 42 talsins, sem þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess það ár var fjöldi umsókna mestur.  

Á sama tíma var 281 barni synjað um vernd hér á landi. Mismunurinn á fjölda þeirra sem sóttu um vernd og þeirra sem ýmist var synjað eða fengu hér vernd, alls 271 barn, skýrist af því að sum drógu umsókn sína til baka, fóru úr landi áður en umsóknin var afgreidd, mál þeirra eru enn í vinnslu eða í einhverjum tilvikum höfðu þau fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

41 barn hið minnsta hefur fæðst hér á landi á meðan að foreldrar þeirra hafa beðið eftir niðurstöðu umsókna sinna um vernd hér á landi. Þar af hefur 14 verið vísað úr landi. Tölurnar sem gefnar eru upp ná ekki til þess ef barn hefur fæðst á Íslandi og foreldrar þess síðan sótt um alþjóðlega vernd, eftir fæðingu þess.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár