Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Anarkistakommúna með prússnesku sniði

Val­ur Gunn­ars­son lýs­ir því hvernig Berlín er að verða eins og hver önn­ur stór­borg. En þó ekki al­veg.

Anarkistakommúna með prússnesku sniði
Neukölln Í Neukölln í Berlín búa ótal mismunandi hópar fólks, allt frá strangtrúuðum múslimum til langt leiddra eiturlyfjaneytenda. Samt lyndir öllum þar. Mynd: Wikimedia Commons

Þungir klossar óma á stigaganginum. Það er bankað harkalega á dyrnar. Höstuglegar raddir mæla á þýsku. Vopnaðir menn standa á ganginum. Þeir vilja fá að sjá skilríki mín. Þetta er eins og ég óttaðist. Ótal stríðsmyndasenur þjóta í gegnum huga minn.

Stadtbad NeuköllnSundhöllin í hverfinu er frá 1914 og er lýst sem „skartgrip í baðlandslagi Berlínarborgar.“

Þetta byrjaði allt með því að ég ákvað að fara í sund. Stadtbad Neukölln, sundhöllin í næstu götu, var byggð árið 1914 í grísk-rómverskum stíl og þykir „ein echtes Schmuckstück in der Berliner Badelandschaft“, eða skartgripur í baðlandslagi Berlínarborgar. En ávallt fer eitthvað úrskeiðis, það er skólasund eða kvennadagur eða lokað vegna viðhalds og aldrei kemst ég inn. Ég held því aftur heim með þurra sundskýlu og handklæði í poka og ætla að ná í símann úr hleðslu áður en ég hef störf dagsins. En aftur fer allt úrskeiðis.

Það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár