Ellefu framboðslistum hefur verið skilað inn til yfirkjörstjórnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn skiluðu inn listum í dag en frestur til þess rennur út í fyrramálið. Í það minnsta sautján stjórnmálahreyfingar hafa boðað framboð.
Þeir flokkar sem skiluðu inn framboðslistum í dag eru Alþýðufylkingin, Frelsisflokkurinn, Höfuðborgarlistinn, Íslenska þjóðfylkingin, Kvennahreyfingin, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands, Viðreisn og Vinstrihreyfingin grænt framboð.
Þeir flokkar sem boðað hafa framboð og eiga eftir að skila inn listum eru Borgin okkar Reykjavík, Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Kallalistinn, Karlalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Búast má við að yfirkjörstjórn úrskurði um hvort listar séu löglega fram komnir á sunnudaginn.
Athugasemdir