Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ellefu listum verið skilað í Reykjavík

Hvorki Sjálf­stæð­is­flokk­ur né Fram­sókn­ar­flokk­ur skil­uðu fram­boðs­list­um í dag. Frest­ur renn­ur út í fyrra­mál­ið. Kvenna­hreyf­ing­in með­al þeirra sem hef­ur skil­að inn lista.

Ellefu listum verið skilað í Reykjavík
Fresturinn út í morgun Frestur til að skila inn framboðslistum fyrir sveitarstjórnarkosningar rennur út á morgun.

Ellefu framboðslistum hefur verið skilað inn til yfirkjörstjórnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn skiluðu inn listum í dag en frestur til þess rennur út í fyrramálið. Í það minnsta sautján stjórnmálahreyfingar hafa boðað framboð.

Þeir flokkar sem skiluðu inn framboðslistum í dag eru Alþýðufylkingin, Frelsisflokkurinn, Höfuðborgarlistinn, Íslenska þjóðfylkingin, Kvennahreyfingin, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands, Viðreisn og Vinstrihreyfingin grænt framboð.

Þeir flokkar sem boðað hafa framboð og eiga eftir að skila inn listum eru Borgin okkar Reykjavík, Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Kallalistinn, Karlalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Búast má við að yfirkjörstjórn úrskurði um hvort listar séu löglega fram komnir á sunnudaginn.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár