Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kvartað yfir lágflugi herþotna nálægt fuglabjörgum

Dansk­ar her­þot­ur við loft­rým­is­gæslu þóttu fljúga mjög lágt yf­ir Drang­ey. Svið­stjóri hjá Nátt­úru­fræði­stofn­un seg­ir nauð­syn­legt að nátt­úr­unni sé sýnt til­lit. Þot­urn­ar voru yf­ir lág­marks­hæð að sögn Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Kvartað yfir lágflugi herþotna nálægt fuglabjörgum
Drangey Lágflug herþotna getur truflað bjargfugl og valdið skaða. Mynd: Wikimedia Commons

Lágflug herþotna sem eru við loftrýmisgæslu hér á landi í námunda við fuglabjörg er áhyggjuefni og nauðsynlegt að náttúrunni sé sýnt tillit. Þetta er mat Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðstjóra dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Stundin fékk á dögunum ábendingu um að herþotur danska flughersins sem eru við loftrýmisgæslu hér við land hafi flogið lágflugi yfir Hjaltadal í Skagafirði og þaðan út yfir fjörðinn sjálfan, í mjög lágri hæð að því er vitnum fannst. Fékk Landhelgisgæslan jafnframt ábendingar um málið.

Á Skagafirði er líflegt fuglalíf í tveimur eyjum, Málmey en ekki síður í Drangey. Framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar segir að vélarnar hafi ekki farið niður fyrir leyfilega hæð á fluginu.

Mikill hávaði fylgdi þotunum

Atvikið átti sér stað í síðasta mánuði, 17. apríl síðastliðinn. Tvær orrustuþotur sáust þá fljúga út Hjaltadal og þótti þeim sem til sáu þær vera lágt á lofti og lækka enn frekar flugið þegar þær komu út yfir sjó. Mikill hávaði mun þá hafa fylgt flugi þeirra sem truflaði fólk og lýstu þeir sem til vélanna sáu áhyggjum af því að þær hefðu flogið mjög lágt yfir Skagafjörðinn og nálægt Drangey.

Ekki í fyrsta skipti sem kvartað er

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að í einhverjum tilfellum séu fuglar mættir á varpstöðvar um miðjan apríl og mögulega sé varp farið af stað en það sé þá í mjög litlu mæli. Engu að síður geti lágflug haft neikvæð áhrif á fuglalífið.

„Það eru ákveðnar reglur um flug og lágflug, bæði yfir landi og sjó, en svo kemur raunar í ljós að her og Landhelgisgæsla þurfa ekki að fylgja neinum slíkum reglum, nema sínum eigin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur upp. Það hefur ítrekað verið bent á þetta og ég man til þess að fyrir tíu árum var kvartað sérstaklega yfir lágflugi herþota yfir Hornstrandir, um hávarptímann, þegar þotur flugu þar yfir Hælavík og Hornvík. Menn urðu þá vitni að því að fuglinn sópaðist úr bjarginu og væntanlega hefur eitthvað misfarist af eggjum og ungum. Í kjölfarið sendi Náttúrufræðistofnun erindi til Flugmálastjórnar sem þá var og bentum á að ákveðnir staðir væru viðkvæmir fyrir lágflugi sem þessu á varptíma. Raunar höfðum við einhverjum nokkrum árum áður sent hnitaskrá til þar til bærra aðila yfir staði sem ætti að forðast flug yfir.“

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur upp“

Kristinn segir að flug sem þetta sé mjög óþægilegt fyrir fugla, og raunar menn líka. „Þeir ættu í það minnsta að forðast að fljúga yfir fuglabjörg, þar sem til dæmis svartfuglar sitja á mjög þröngum syllum. Á þessum tíma núna hefur vonandi ekki orðið tjón af þessu þar eð varp er tæpast farið í gang af krafti hjá svartfugli, en það gæti þó verið farið af stað hjá skarfi og súlu. Það ætti hins vegar að beina þessari flugumferð frá varpsvæðum, og alveg sérstaklega frá svartfuglabjörgum.“

Reglur voru ekki brotnar

Jón B. Guðnason framkvæmdarstjóri varnarmálasviðs hjá Landhelgisgæslunni, sem skipuleggur loftrýmiseftirlitið, segir að það hafi menn fengið ábendingar um að þoturnar hafi verið mjög lágt. Því hafi hann látið kanna flughæð þeirra og í ljós hafi komið að reglur hafi ekki verið brotnar.

„Vélarnar voru þarna í leyfilegri flughæð. Yfir landi má fljúga í 5.000 fetum en yfir sjó má fara niður í 300 fet. Við hins vegar almennt viljum það ekki, að svo lágt sé flogið. Áhorfendur mistúlka stundum hvernig vélar fljúga, það er að segja fyrir venjulegan mann á jörðu niðri getur verið erfitt að meta hvað er hátt og hvað er lágt, það er kannski túlkunaratriði. Ég hef fengið kvartanir þegar vélar eru hátt upp, í 30 fetum, yfir hávaða frá þeim.“

Líklega bara að „dást að íslenskri náttúru“

Jón segir jafnframt að herþotunum sé bannað að fljúga yfir ákveðin svæði sem teljist viðkvæm og þeim sé úthlutað ákveðnum svæðum, boxum, yfir landinu sem þær megi fljúga yfir og þá í ákveðinni hæð. „En þegar þær fljúga út úr þessum fyrirfram ákveðnu svæðum þá fá þær svokallaðar sjónflugsheimildir, sem eru samkvæmt alþjóðlegum lögum. Við höfum reyndar sett þrengri reglur hér á landi en almennt gildir. Það er talsvert mikið eftirlit með þessu. Við erum síðan með ákveðin svæði á kortum sem eru bannsvæði og ætlum að bæta Drangey inn á það kort, hún var þar ekki. Það er mögulegt að þeir hafi flogið í lágflugi yfir Skagafjörðinn en þá ekki nær Drangey heldur en tvær sjómílur, það eru reglur hjá okkur hvað það varðar. Menn eru náttúrulega bara allir af vilja gerðir og enginn hefur áhuga á að valda tjóni á dýralífi eða ónáða fólk frekar en nauðsynlegt er. Í þessu tilviki voru vélarnar að koma frá Akureyri úr aðflugsæfingum, Akureyrarflugvöllur er varaflugvöllur fyrir Keflavík, og þeir hafa bara verið að dást að íslenskri náttúru á leiðinni til baka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár