Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kvartað yfir lágflugi herþotna nálægt fuglabjörgum

Dansk­ar her­þot­ur við loft­rým­is­gæslu þóttu fljúga mjög lágt yf­ir Drang­ey. Svið­stjóri hjá Nátt­úru­fræði­stofn­un seg­ir nauð­syn­legt að nátt­úr­unni sé sýnt til­lit. Þot­urn­ar voru yf­ir lág­marks­hæð að sögn Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Kvartað yfir lágflugi herþotna nálægt fuglabjörgum
Drangey Lágflug herþotna getur truflað bjargfugl og valdið skaða. Mynd: Wikimedia Commons

Lágflug herþotna sem eru við loftrýmisgæslu hér á landi í námunda við fuglabjörg er áhyggjuefni og nauðsynlegt að náttúrunni sé sýnt tillit. Þetta er mat Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðstjóra dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Stundin fékk á dögunum ábendingu um að herþotur danska flughersins sem eru við loftrýmisgæslu hér við land hafi flogið lágflugi yfir Hjaltadal í Skagafirði og þaðan út yfir fjörðinn sjálfan, í mjög lágri hæð að því er vitnum fannst. Fékk Landhelgisgæslan jafnframt ábendingar um málið.

Á Skagafirði er líflegt fuglalíf í tveimur eyjum, Málmey en ekki síður í Drangey. Framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar segir að vélarnar hafi ekki farið niður fyrir leyfilega hæð á fluginu.

Mikill hávaði fylgdi þotunum

Atvikið átti sér stað í síðasta mánuði, 17. apríl síðastliðinn. Tvær orrustuþotur sáust þá fljúga út Hjaltadal og þótti þeim sem til sáu þær vera lágt á lofti og lækka enn frekar flugið þegar þær komu út yfir sjó. Mikill hávaði mun þá hafa fylgt flugi þeirra sem truflaði fólk og lýstu þeir sem til vélanna sáu áhyggjum af því að þær hefðu flogið mjög lágt yfir Skagafjörðinn og nálægt Drangey.

Ekki í fyrsta skipti sem kvartað er

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að í einhverjum tilfellum séu fuglar mættir á varpstöðvar um miðjan apríl og mögulega sé varp farið af stað en það sé þá í mjög litlu mæli. Engu að síður geti lágflug haft neikvæð áhrif á fuglalífið.

„Það eru ákveðnar reglur um flug og lágflug, bæði yfir landi og sjó, en svo kemur raunar í ljós að her og Landhelgisgæsla þurfa ekki að fylgja neinum slíkum reglum, nema sínum eigin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur upp. Það hefur ítrekað verið bent á þetta og ég man til þess að fyrir tíu árum var kvartað sérstaklega yfir lágflugi herþota yfir Hornstrandir, um hávarptímann, þegar þotur flugu þar yfir Hælavík og Hornvík. Menn urðu þá vitni að því að fuglinn sópaðist úr bjarginu og væntanlega hefur eitthvað misfarist af eggjum og ungum. Í kjölfarið sendi Náttúrufræðistofnun erindi til Flugmálastjórnar sem þá var og bentum á að ákveðnir staðir væru viðkvæmir fyrir lágflugi sem þessu á varptíma. Raunar höfðum við einhverjum nokkrum árum áður sent hnitaskrá til þar til bærra aðila yfir staði sem ætti að forðast flug yfir.“

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur upp“

Kristinn segir að flug sem þetta sé mjög óþægilegt fyrir fugla, og raunar menn líka. „Þeir ættu í það minnsta að forðast að fljúga yfir fuglabjörg, þar sem til dæmis svartfuglar sitja á mjög þröngum syllum. Á þessum tíma núna hefur vonandi ekki orðið tjón af þessu þar eð varp er tæpast farið í gang af krafti hjá svartfugli, en það gæti þó verið farið af stað hjá skarfi og súlu. Það ætti hins vegar að beina þessari flugumferð frá varpsvæðum, og alveg sérstaklega frá svartfuglabjörgum.“

Reglur voru ekki brotnar

Jón B. Guðnason framkvæmdarstjóri varnarmálasviðs hjá Landhelgisgæslunni, sem skipuleggur loftrýmiseftirlitið, segir að það hafi menn fengið ábendingar um að þoturnar hafi verið mjög lágt. Því hafi hann látið kanna flughæð þeirra og í ljós hafi komið að reglur hafi ekki verið brotnar.

„Vélarnar voru þarna í leyfilegri flughæð. Yfir landi má fljúga í 5.000 fetum en yfir sjó má fara niður í 300 fet. Við hins vegar almennt viljum það ekki, að svo lágt sé flogið. Áhorfendur mistúlka stundum hvernig vélar fljúga, það er að segja fyrir venjulegan mann á jörðu niðri getur verið erfitt að meta hvað er hátt og hvað er lágt, það er kannski túlkunaratriði. Ég hef fengið kvartanir þegar vélar eru hátt upp, í 30 fetum, yfir hávaða frá þeim.“

Líklega bara að „dást að íslenskri náttúru“

Jón segir jafnframt að herþotunum sé bannað að fljúga yfir ákveðin svæði sem teljist viðkvæm og þeim sé úthlutað ákveðnum svæðum, boxum, yfir landinu sem þær megi fljúga yfir og þá í ákveðinni hæð. „En þegar þær fljúga út úr þessum fyrirfram ákveðnu svæðum þá fá þær svokallaðar sjónflugsheimildir, sem eru samkvæmt alþjóðlegum lögum. Við höfum reyndar sett þrengri reglur hér á landi en almennt gildir. Það er talsvert mikið eftirlit með þessu. Við erum síðan með ákveðin svæði á kortum sem eru bannsvæði og ætlum að bæta Drangey inn á það kort, hún var þar ekki. Það er mögulegt að þeir hafi flogið í lágflugi yfir Skagafjörðinn en þá ekki nær Drangey heldur en tvær sjómílur, það eru reglur hjá okkur hvað það varðar. Menn eru náttúrulega bara allir af vilja gerðir og enginn hefur áhuga á að valda tjóni á dýralífi eða ónáða fólk frekar en nauðsynlegt er. Í þessu tilviki voru vélarnar að koma frá Akureyri úr aðflugsæfingum, Akureyrarflugvöllur er varaflugvöllur fyrir Keflavík, og þeir hafa bara verið að dást að íslenskri náttúru á leiðinni til baka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár